fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

Tanja sviptir hulunni af nýja eldhúsinu sem Stella hannaði

Fókus
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 18:38

Stella Birgisdóttir innanhússhönnuður sá um um hannaði breytingarnar á húsinu hennar Tönju Maren Kristinsdóttur fagurkera með meiru og sýna þær Sjöfn Þórðar útkomuna í þættinum Matur og Heimili í kvöld. MYNDIR/HRINGBRAUT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sjónvarpsþættinum Matur og heimili á Hringbrautar í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar Tönju Maren Kristinsdóttur fagurkera með meiru og eiganda vefverslunarinnar Myrkstore. Tanja fékk til liðs við sig Stellu Birgisdóttur innanhússhönnuð hjá Béton studio til að endurhanna heimili sitt að innan á fallegan og stílhreinan hátt með upprunalegan arkitektúr að leiðarljósi.

Húsið hennar Tönju er byggt árið 1946 er staðsett á fallegu grónu svæði þar sem veðursæld ríkir í Sundunum. Tanja og maðurinn hennar fluttu inn í nóvember í fyrra og langaði til að færa stílinn til nútímans og huga um leið að upprunalegum arkitektúr. Stella Birgisdóttir sá um alla innanhússhönnunina í samráði við Tönju þar sem minimalískur stíll og hlýleiki er í fyrirrúmi.

Hannað kringum eyjuna

Eitt af verkefnunum að var að útbúa draumaeldhúsið fyrir húsráðendur en Tanja vildi hafa eyju og fannst það skipta miklu máli. „Skipulagið var hannað í kringum eyjuna, en húsráðendur vildu hafa rúmgóða eyjuna sem myndi nýtast sem borð og vinnuaðstaða við matargerð,“ segir Stella og bætir við að þetta hafa verið einstaklega skemmtilegt verkefni með Tönju og hennar manni. „Samstarfið hefur verið alveg frábært og góð vinátta hefur orðið á milli okkar.“

„Ég fékk Stellu líka til að hanna barnaherbergið með mér, en við eigum árs gamlan son og mig langaði til að vera með fallegt barnaherbergi þar sem hlutirnir hans fengju að njóta sín“ segir Tanja.

Missið ekki af lifandi og skemmtilegri heimsókn Sjafnar til Tönju og Stellu í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér:

Matur og heimili stikla 8. nóvember 2022
play-sharp-fill

Matur og heimili stikla 8. nóvember 2022

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins
Hide picture