fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Biden segir tal Pútíns um kjarnorkuvopnanotkun í Úkraínu vera hættulegt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. október 2022 20:00

Pútín var að sögn reiðubúinn til að beita kjarnorkuvopnum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ræddi við NewsNation í gær um orð Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, um að hann hafi ekki í hyggju að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu.

Í ræðu, sem Pútín flutti í gær, gerði Pútín lítið úr kjarnorkuvopnaorðaskaki Rússa að undanförnu og sagði þá ekki hafa í hyggju að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu og hafi aðeins verið að bregðast við „kjarnorkuvopnakúgun“ vestrænna leiðtoga.

„Ef hann hefur þetta ekki í hyggju, af hverju er hann þá alltaf að tala um þetta?“ sagði Biden þegar hann ræddi um ummæli Pútíns.

„Af hverju er hann að tala um getu Rússa til að beita vígvallarkjarnorkuvopnum? Hann hefur nálgast þetta á mjög hættulegan hátt,“ sagði Biden.

Frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu hafa Pútín og rússneskir embættismenn ítrekað sagt að Rússar geti beitt kjarnorkuvopnum til að vernda fullveldi landsins. Á Vesturlöndum hafa þessi ummæli verið túlkuð sem óbeinar hótanir um að kjarnorkuvopnum verði beitt til að vernda þau úkraínsku héruð sem Rússar segjast hafa „innlimað“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum