fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fókus

James Corden viðurkennir mistök – „Ég gerði dónalega athugasemd og það var rangt af mér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 25. október 2022 11:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spjallþáttastjórnandinn James Corden hefur verið talsvert í fréttum undanfarna viku fyrir meintan dónaskap á veitingastað.

Þetta byrjaði allt á því að eigandi veitingastaðarins Balthazar í New York sagði að Corden hefði verið bannaður á staðnum fyrir að hafa sýnt starfsfólki yfirgengilegan dónaskap. Eigandinn, Keith McNally, nefndi tvö atvik og sagði spjallþáttastjórnandann vera dónalegasta viðskiptavin sem hann hafi afgreitt á ferli sínum.

Á föstudaginn síðastliðinn tjáði Corden sig um málið í viðtali við The New York Times og sagðist ekki hafa „gert neitt rangt, ekki með nokkrum hætti.“

En nú er komið annað hljóð í strokkinn. Hann baðst afsökunar opinberlega í The Late Late Show í gær og viðurkenndi að hann hefði gert mistök.

Dónalegur og kaldhæðinn

Corden baðst afsökunar á „dónalegri athugasemd“ við þjón. Hann sagðist hafa sagt þetta „í hita leiksins“ eftir að þjónninn kom með rétt á borðið sem eiginkona hans hefur ofnæmi fyrir.

„Ég öskraði ekki. Ég stóð ekki upp úr sætinu. Ég hvorki uppnefndi starfsfólkið né notaði niðrandi orð. Ég hef hingað til haldið að ég hafi ekki gert neitt rangt. En sannleikurinn er annar. Ég gerði dónalega athugasemd og það var rangt af mér,“ sagði hann.

„Ég sagði eitthvað kaldhæðnislegt og dónalegt um að að elda þetta sjálfur […] Þetta var óþarfa athugasemd og það var ókurteisi gagnvart þjóninum.“

Corden hrósaði veitingastaðnum. „Ég elska [Balthazar], maturinn, stemningin, þjónustan,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað er besta áramótaskaupslagið?

Hvað er besta áramótaskaupslagið?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bestu lög ársins að mati Bigga Maus – „Þetta var stórkostlegt ár í íslenskri tónlist“

Bestu lög ársins að mati Bigga Maus – „Þetta var stórkostlegt ár í íslenskri tónlist“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“