fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Kálhausinn sigraði Liz Truss

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 20. október 2022 13:26

Skjáskot/Daily Star

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liz Truss er búin að tilkynna um afsögn sína sem forsætisráðherra Bretlands. Alls kölluðu 16 þingmenn eftir því að Truss myndi segja af sér í dag og hefur hún orðið við þeirri bón en mikið hefur gustað um hana í embætti að undanförnu.

„Ég er búin að tala við konunginn og tilkynna honum um afsögn mína,“ sagði Truss í ræðu fyrir utan Downingstræti 10, bústað forsætisráðherra Bretlands. Truss mun sitja í embættinu þar til arftaki hennar hefur verið valinn. Truss verður með afsögninni skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands.

Síðustu daga hefur beint streymi á vegum Daily Star vakið mikla athygli en í því gat fólk fylgst með því hvort yrði langlífara, forsætisráðherratíð Truss eða kálhaus. Streymið hefur vakið töluverða athygli og eftir því sem dagarnir liðu fór starfsfólk fjölmiðilsins að skreyta kálhausinn með hárkollu og gerviaugum.

Svona leit kálhausinn út í upphafi – Mynd/Daily Star

Kálhausinn hefur meira að segja náð að koma sér inn í umræðu þingmanna í landinu. „Við erum ekki með ríkisstjórn, kálhausinn gæti allt eins verið að stjórna landinu, sagði Chris Bryant, þingmaður breska verkamannaflokksins, í samtali við Sky News í morgun.

Þar sem Truss er búin að segja af sér er það því nú orðið ljóst að kálhausinn bar sigur úr býtum í baráttunni gegn henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga