fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Kálhausinn sigraði Liz Truss

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 20. október 2022 13:26

Skjáskot/Daily Star

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liz Truss er búin að tilkynna um afsögn sína sem forsætisráðherra Bretlands. Alls kölluðu 16 þingmenn eftir því að Truss myndi segja af sér í dag og hefur hún orðið við þeirri bón en mikið hefur gustað um hana í embætti að undanförnu.

„Ég er búin að tala við konunginn og tilkynna honum um afsögn mína,“ sagði Truss í ræðu fyrir utan Downingstræti 10, bústað forsætisráðherra Bretlands. Truss mun sitja í embættinu þar til arftaki hennar hefur verið valinn. Truss verður með afsögninni skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands.

Síðustu daga hefur beint streymi á vegum Daily Star vakið mikla athygli en í því gat fólk fylgst með því hvort yrði langlífara, forsætisráðherratíð Truss eða kálhaus. Streymið hefur vakið töluverða athygli og eftir því sem dagarnir liðu fór starfsfólk fjölmiðilsins að skreyta kálhausinn með hárkollu og gerviaugum.

Svona leit kálhausinn út í upphafi – Mynd/Daily Star

Kálhausinn hefur meira að segja náð að koma sér inn í umræðu þingmanna í landinu. „Við erum ekki með ríkisstjórn, kálhausinn gæti allt eins verið að stjórna landinu, sagði Chris Bryant, þingmaður breska verkamannaflokksins, í samtali við Sky News í morgun.

Þar sem Truss er búin að segja af sér er það því nú orðið ljóst að kálhausinn bar sigur úr býtum í baráttunni gegn henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Heitara á Egilsstöðum en Tenerife um helgina

Heitara á Egilsstöðum en Tenerife um helgina
Fréttir
Í gær

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Í gær

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi
Fréttir
Í gær

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“