fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fókus

Sara: „Fann sjálfa mig oft hugsa af hverju maðurinn minn þurfti að eiga barn“

Ritar einlægan pistil um reynslu sína af stjúpmóðurhlutverkinu – Mikilvægt að stjúpforeldri fái sinn aðlögunartíma

Auður Ösp
Þriðjudaginn 23. febrúar 2016 21:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég byrjaði að hata sjálfa mig fyrir að hugsa svona sem veitti mér svo mikilli vanlíðan. Ég efaðist oft um sambandið mitt og hvort ég myndi nokkurn tímann geta tekið þessu barni sem mínu eigið,“ segir Sara Dögg Arnardóttir en hún telur mikilvægt að stjúpforeldrar setji ekki of mikla pressu á sjálfa sig á meðan þeir finna sinn sess í lífi stjúpbarnsins. Sjálf er Sara stjúpmóðir 9 ára gamallar stúlku og viðurkennir hún fúslega að hafa upplifað blendnar tilfinningar í upphafi. Í dag er stjúpdóttir hennar hins vegar órjúfanlegur partur af lífi hennar.

Sara ritar einlægan pistil á bloggsíðu sína Stjúpforeldrar en í samtali við DV.is segir hún að tilgangur skrifanna hafi verið að hjálpa öðrum stjúpforeldrum sem eru að fóta sig í hinu nýja hlutverki. „Margir vita að það er erfitt að gera stjúpforeldri. En það eru ekki allir sem vita hversu erfitt það er finna sinn sess í lífi barnsins,“ segir hún og bætir við að það geti tekið allt að tvö ár að aðlagast þessum breyttu aðstæðum.

Hún segir það hafa verið eitt það erfiðasta sem hún hafi gert að ganga í gegnum hinn svokallaða aðlögunartíma. „Þegar að ég tók við mínu barni var allt í góðu fyrstu dagana. Barnið dýrkaði mig. Ekki leið á löngu þar til að ég fór að gremjast barnið,mér þótti það vera fyrir og fann sjálfa mig oft hugsa af hverju maðurinn minn þurfti að eiga barn.“

Hún segist hafa borið harm sinn í hljóði á þessum tíma og ekki deilt tilfinningum sínum með neinum. „Ég var svo ein og yfirgefin í minni eigin vanlíðan yfir mínum tilfinningum gagnvart barninu að ég átti erfitt með að vera í kringum barnið sem var auðvitað erfitt þar sem að það býr hjá okkur. Einn daginn ákvað ég að setja ekki svona mikla pressu á mig að elska barnið og leyfa því bara að koma að sjálfu sér. Sem tók langan tíma,“ ritar hún en það hafðist að lokum.

„Í dag elska ég barnið og get ekki ímyndað mér að hafa það annarsstaðar en hjá mér,“ segir Sara jafnframt og ítrekar mikilvægi þess að stjúpforeldrar taki sinn tíma í ferlinu. „Það getur verið erfitt að finna mörkin sem eru í kringum barnið sem að foreldrarnir vilja ekki að þú yfirstígur. Þetta er eitthvað sem að þú ættir ekki að hafa áhyggjur af. Því ef að barnið vill hafa þig í sínu lífi þá ertu orðið foreldri þess.“

Hér má lesa pistil Söru í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Töfrandi og friðsæl eign á eftirsóttum stað í Hafnarfirði

Töfrandi og friðsæl eign á eftirsóttum stað í Hafnarfirði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Þegar hestakonur koma saman… þá er gaman“

Vikan á Instagram – „Þegar hestakonur koma saman… þá er gaman“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi