fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

SPA of ICELAND vann gullverðlaun í Cannes

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 12. október 2022 09:49

Eigendur ICT Reykjavík sem framleiðir SPA of ICELAND, Fjóla G. Friðriksdóttir og Haraldur Jóhannsson, tóku við gullverðlaunum við hátíðlega athöfn í Cannes. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bað- og líkamsvörurnar frá SPA of ICELAND hlutu gullverðlaun á verðlaunahátíðinni Frontier AWARDS 2022 í Cannes í Frakklandi sem haldin var í síðustu viku.  Verðlaunahátíðin er haldin árlega meðal fjölmargra fyrirtækja um allan heim sem tengjast verslun og viðskiptum á flugstöðvum og fríhöfnum.

Alþjóðleg dómnefnd valdi á milli hundrað fyrirtækja og vörutegunda í ýmsum flokkum alls staðar að úr heiminum, og voru SPA of ICELAND vörurnar valdar sem snyrtivörulína ársins. Í öðru sæti var nýja línan frá Jean Paul Gaultiere.

Eigendur ICT Reykjavík sem framleiðir SPA of ICELAND, Fjóla G. Friðriksdóttir og Haraldur Jóhannsson, tóku við gullverðlaunum við hátíðlega athöfn í síðustu viku, miðvikudaginn 5.október síðastliðinn.

Sem dæmi um aðra sigurvegara í samkeppninni var Heathrow valinn flugvöllur ársins, King Power valið verslunarfyrirtæki ársins, Dubai fríhöfnin var fríhöfn ársins og Lagardère teymi ársins.

„Þetta kom skemmtilega á óvart, er mikilvæg viðurkenning á hugmyndinni og þróunarstarfinu sem liggur á bak við SPA of ICELAND, og veitir okkur ný tækifæri í markaðs og þróunar málum,“ segir Fjóla sem er í skýjunum við viðurkenninguna.

Vert er að geta þess SPA of ICELAND vörurnar eru

  • Vegan vottaðar
  • 95% náttúruleg innihaldsefni
  • ekki prófaðar á dýrum
  • innihalda ekki paraben
  • endvinnanlegar pakkningar og áfyllanlegar
  • ábyrgð framleiðsa fyrir notendann og umhverfið
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli