fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fókus

Ekki byrjaður að „date-a“ eftir skilnaðinn: „En aldrei að segja aldrei“

Óskar Jónasson segist ekki vilja flækja lífið núna – Varla viðræðuhæfur þegar hann er í leikstjóraham

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. febrúar 2016 11:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Jónasson, leikstjóri, segist ekki vera byrjaður að „date-a“ á ný en hann gekk nýverið í gegnum skilnað. Óskar sem á þrjár dætur segist ekki hafa tíma fyrir stefnumót auk þess sem hann hann vilji ekki flækja líf sitt að svo stöddu.

Frá þessu greindi Óskar í samtali vikunnar á Ske.is en þar var rætt við Óskar vegna nýjustu kvikmynd hans „Fyrir framan annað fólk“ sem frumsýnd verður í lok febrúar.

Fyrir framan annað fólk er ástarsaga og var Óskar í kjölfarið spurður út í sitt eigið tilhugalíf, en hann gekk nýverið í gegnum skilnað. Hann var meðal annars spurður hvort að hann væri byrjaður að fara á stefnumót.

„Ég er ótrúlega laus við það að vera að „date-a“. Það getur verið að þessi staður sem ég er á í lífinu núna, að eiga þessar þrjár dætur og eyða helmingi tímans með þeim, geri það að verkum að mig langi ekki til að flækja lífið,“ segir Óskar og bætir við:

„Ef maður ætlaði að fara blanda annarri manneskju inn í líf þeirra þá yrði það að vera gert af heilindum. Það væri ekki beint heiðarlegt að vera í sambandi sem væri alltaf í þriðja eða fjórða sæti.“

Óskar segir að dætur hans séu alltaf í fyrsta sæti í hans lífi auk þess hafi hann „endalaust mikinn áhuga“ á kvikmyndagerðinni og ekki síst handritsgerðinni.

„Það gleypir allan minn tíma. Maður tekur þetta með sér í fríið og í rúmið og á klósettið. Þegar maður er í þessum ham er maður varla viðræðuhæfur. Ég hef hlíft fólki við því að blanda því inn í eitthvað svoleiðis. En aldrei að segja aldrei.“

Í viðtalinu segir Óskar að enn sé verið að leggja lokahönd á kvikmyndina. Hann telur hana sýna mjög jákvæða og bjartsýna upplifun, þó svo að hún sé talsvert dramatísk á köflum.

„Þetta er fyrst og fremst falleg ástarsaga sem fjallar um tilhugalífið, um þetta tímabil þegar fólk er að kynnast. Það breytir um karakter og allt verður nýtt og yndislegt. Fólk reynir að snúa fram sinni bestu hlið og teflir fram sínum bestu eiginleikum.“

Hér má lesa viðtalið í heild sinni.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=vJceaFUOUGM?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gítarleikari Sepultura í viðtali við DV – „Þungarokk er best, maður“

Gítarleikari Sepultura í viðtali við DV – „Þungarokk er best, maður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu myndirnar: Stjörnuparið gekk rauða dregilinn saman í fyrsta skipti

Sjáðu myndirnar: Stjörnuparið gekk rauða dregilinn saman í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“

Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“