fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Sýklahræddur Howard Stern fór út úr húsi í fyrsta sinn síðan 2020

Fókus
Þriðjudaginn 4. október 2022 10:00

Mynd/Getty/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Howard Stern, 68 ára, yfirgaf loksins „heimsendabyrgið“ sitt í fyrsta sinn í rúmlega tvö ár.

Aðdáendur hans vita að hann er mjög sýklahræddur og hefur verið óttasleginn vegna Covid-faraldursins. Hann haldið sig heima og útvarpað þættinum þaðan síðan í mars 2020.

Á laugardaginn síðastliðinn fór hann í fyrsta sinn, frá því að faraldurinn hófst, út að borða meðal almennings.

Stern fór á ísraelskt veitingahús í Williamsburg með frægum vinum, meðal annars leikkonunni Jennifer Aniston, spjallþáttastjórnandanum Jimmy Kimmel og leikurunum Justin Theroux, Jon Hamm og Jason Bateman.

Skjáskot/Instagram

Slúðursíðan DeuxMoi birti mynd af stórskotaliðinu á veitingastaðnum.

„Howard var þarna og ekki einu sinni með grímu. Þau sátu öll á stóru borði, Howard sat við hliðina á Jimmy og á einum tímapunkti virtist hann í djúpum samræðum við Jon Hamm. Hann sagði einnig starfsmönnum veitingastaðarins að þetta væri í fyrsta skipti sem hann færi út eftir að faraldurinn hófst,“ sagði heimildarmaður Page Six sem var á staðnum.

Þrátt fyrir skemmtilegan kvöldverð ætlar Stern ekki að gera þetta að venju. Hann sagði í útvarpsþættinum sínum á mánudaginn að þetta hefði verið „þreytandi.“

„Þetta var mjög þreytandi og krefjandi helgi, tilfinningalega og líkamlega. Í fyrsta sinn í tvö ár hætti ég mér út úr húsi,“ sagði hann í þættinum.

Hann sagði einnig að kvöldverðurinn hafi verið „of mikið fyrir mig. Þetta var of mikið. Ég hafði ekki farið út í tvö ár.“

Vill ekki smitast af Covid

Stern sagði að Kimmel hefði boðið honum og eiginkonu hans, Beth Ostrosky, í kvöldverðinn og á meðan eiginkona hans var spennt var hann skeptískur.

„Ég sagði við eiginkonu mína: „Ég vil ekki fara, ég er hræddur. Ég vil ekki fá Covid.““

Útvarpsmaðurinn sagði að bæði hann og eiginkona hans séu bólusett. „Ég veit að forsetinn er búinn að segja að faraldrinum sé lokið og allir ganga um án þess að vera með grímu, en ég vil samt ekki fá Covid.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun