fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Myndband sýnir mann stofna sér í lífshættu til að ná myndum – „Það hættulegasta sem ég hef séð túrista gera á Íslandi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. september 2022 11:44

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er án efa það lang heimskulegasta og hættulegasta sem ég hef séð túrista gera á Íslandi. Þessi gaur hoppaði yfir handriðið sem er efst hjá Skógarfossi og klifraði niður blautu og sleipu grasbrekkuna niður að brúninni á næstum 60 metra háaum fossi til að taka einhverjar myndir.“

Svona lýsir netverji, sem notast við nafnið BayAreaB5DashCamera á YouTube, myndbandi sem hann birti fyrir helgi á myndbandsveitunni undir yfirskriftinni: „Það hættulegasta sem ég hef séð túrista gera á Íslandi“.

Fréttablaðið vakti athygli á myndbandinu fyrr í dag en í því má sjá hvernig túristi stofnar sér í lífshættu til þess að taka myndir af fossinum. „Að sjá þennan hálfvita,“ heyrist sagt í myndbandinu á meðan túristinn tekur myndirnar.

Þegar túristinn er kominn til baka á útsýnispallinn gengur sá sem tók upp myndbandið að honum og segir: „Gerirðu þér grein fyrir því hversu hættulegt þetta var?“

Túristinn svarar spurningunni játandi. „Þetta er það sem ég lifi fyrir,“ segir túristinn svo. „Okei, þú ákveður hvað þú gerir, þetta er mjög heimskulegt.“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“
Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“