fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Pútín tilkynnir um herkvaðningu -„Ég er ekki að plata“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 06:30

Það þjónar ekki hagsmunum Pútíns að ljúka stríðinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, ávarpaði þjóð sína fyrir stundu. Þetta var fyrst ávarp hans síðan hann tilkynnti um innrásina í Úkraínu í febrúar.

Sky News segir að hann hafi ávarpað íbúa í Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia og öðrum svæðum sem séu laus undan stjórn nasistastjórnarinnar í Kyiv eins og hann orðaði það. „Við munum ræða hvað skref verða tekin til að vernda fullveldi okkar og styðja vilja og langanir þegna okkar til að ráða framtíð sinni sjálfir,“ sagði hann.

Hann sagði að Vesturlönd reyni að koma í veg fyrir sjálfstæði og þróun þessara svæða til að geta þröngvað vilja sínum upp á annað fólk með valdi. Markmið Vesturlanda sé enn að veikja og eyðileggja, þetta segi þau opinskátt. Úkraínski herinn hafi verið þjálfaður af NATO

Hann sagði að Vesturlönd hafi gert Úkraínu að „fallsbyssufóðri“ 2014 þegar Krímskagi var innlimaður í Rússland.

Hann sagði einnig að „aðalmarkmiðið“ um að frelsa íbúa Donbas „sé óbreytt“.

Hann sagði einnig að hann „styðji“ fyrirhugaðar atkvæðagreiðslur á hernumdu svæðunum um að þau gangi inn í rússneska ríkjasambandið og að Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að atkvæðagreiðslurnar geti farið örugglega fram.

Hann sagðist hafa skrifað undir fyrirskipun um herkvaðningu, þó ekki fulla herkvaðningu, hún mun ná til þeirra sem eru í varaliði hersins. Hann sagði að strax í dag verði byrjað að kalla menn til herþjónustu og að þeir sem verði kallaðir til hennar muni njóta sömu kjara og þeir sem hafa gengið sjálfviljugir til liðs við rússneska herinn til að berjast í Úkraínu.

Hann minnti síðan Vesturlönd á að Rússar eigi gjöreyðingavopn og áskilji sér rétt til að beita þeim og sagði síðan: „Ég er ekki að plata.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum