fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Pútín segir að hægt verði að taka ofurhljóðfrá Zirkon flugskeyti í notkun fljótlega – Sérfræðingur segir það ekki mikið áhyggjuefni fyrir Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 07:00

Frá tilraunaskoti Rússa með flugskeyti sín. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn var haldið upp á „Dag flotans“ í Rússlandi. Þetta er mikill hátíðisdagur í Rússlandi og af þeim sökum voru hersýningar, flugeldasýningar og auðvitað ræðuhöld. Vladímír Pútín, forseti, flutti að sjálfsögðu ávarp og sagði meðal annars að innan nokkurra mánaða verði byrjað að koma Zirkon flugskeytum á herskipum.

Eflaust fór kaldur hrollur um einhverja sem heyrðu þetta því Zirkon eru ofurhljóðfrá og geta dregið allt að 1.000 km. En eftir því sem Claus Mathiesen, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við Jótlandspóstinn þá þurfa Úkraínumenn ekki að hafa miklar áhyggjur af þessum flugskeytum.

Hann sagði að rætt hafi verið um Zirkon-flugskeytin síðan 2015 eða 2016. Pútín hafi kynnt það til sögunnar 2018 til að sýna umheiminum að Rússland sé hernaðarveldi og því eigi önnur lönd að hlusta á Rússland og sýna landinu virðingu.

Zirkon-flugskeyti var í fyrsta sinn skotið frá kjarnorkuknúnu kafbáti í Hvítahafinu á síðasta ári á skotmark í Barentshafi. Flugskeytið náði níföldum hljóðhraði og dró 1.000 km.

Mathiesen sagði að um 9 metra langt ofurhljóðfrátt flugskeyti sé að ræða. Því sé skotið frá kafbáti eða stóru skipi. Það geti farið upp í 30-40 km hæð. Það þýði að það geti náð miklum hraða og því sé erfitt að skjóta það niður. Það sé hannað til að hæfa skip en Rússar segi að einnig sé hægt að skjóta því á skotmörk á landi.

Hann sagðist ekki telja að flugskeytið valdi neinum straumhvörfum í stríðinu í Úkraínu. Það sé fyrst og fremst hannað til að hæfa skotmörk á sjó og því sé erfitt að sjá hvernig það eigi að skipta einhverju máli fyrir stríðið í Úkraínu því Úkraínumenn eigi ekki neinn flota að heitið geti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“