fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Britney lætur bróður sinn heyra það – Var ekki boðið í brúðkaupið því hann neitaði henni um áfengi

Fókus
Miðvikudaginn 15. júní 2022 09:59

Britney og Bryan Spears. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppstjarnan Britney Spears sendi bróður sínum harðorð skilaboð á Instagram í gær. Hún sagði að honum hefði ekki verið boðið í brúðkaupið vegna þess að hann neitaði henni um áfengi yfir fjögurra ára tímabil.

Britney segir að bróður hennar, Bryan Spears, var ekki boðið í brúðkaupið þrátt fyrir að miðlar vestanhafs greindu frá öðru.

„Þér var aldrei boðið í brúðkaupið mitt þannig af hverju að svara??? Hélstu í alvöru að ég vildi bróður minn þarna, sem sagði nei í fjögur ár þegar ég bað um Jack og kók,“ skrifaði hún í færslu, sem hún hefur síðan eytt, á Instagram í gær.

„Ef við hefðum ætlað að drekka saman í brúðkaupinu og láta almennilega fyrir börnin, eins og þú og mamma gerið, þar sem þið bókstaflega földuð kaffi og áfengi þegar ég kom heim. Þú særðir mig og þú veist það!!“

Britney sagði að fjölskyldan – og sérstaklega Bryan – hefðu ekki leyft henni að drekka áfengi þegar hún var með fasta sýningu í Las Vegas yfir fjögurra ára tímabil, frá 2013 til 2017.

Hún var þá undir forræði föður síns en hún fékk loks sjálfræði í nóvember 2021.

„Og ég mun jafnvel neyða mig sjálfa til að drekka Jack [Daniels] í kvöld… horfa upp til tunglsins og segja: „FOKKAÐU ÞÉR!!“ Ég veit við erum blóðtengd en engin fjölskylda myndi gera það sem þið gerðuð mér.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Britney Spears (@britneyspears)

Britney gekk í það heilaga með Sam Ashagri þann 9. júní síðastliðinn. Bryan var ekki eini fjölskyldumeðlimurinn sem fékk ekki boðskort. Móður hennar, Lynne Spears, og systur, Jamie Lynn Spears, var ekki boðið, og það kom engum á óvart að föður hennar, Jamie Speras, var heldur ekki boðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli
Fókus
Í gær

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni