fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Fjölgar í teymi Carbfix

Eyjan
Föstudaginn 20. maí 2022 09:39

Edda Björk Ragnarsdóttir, Ólafur Einar Jóhannsson og Heiða Aðalsteinsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carbfix hefur ráðið þrjá starfsmenn með það að markmiði að halda áfram að byggja upp loftslagsvænan iðnað sem byggir á grænni nýsköpun og íslensku hugviti.

Edda Björk Ragnarsdóttir og Ólafur Einar Jóhannsson hafa verið ráðin til að sinna sérfræðistörfum á sviði viðskiptaþróunar á alþjóðavettvangi til að styðja við frekari vöxt Carbfix á heimsvísu.

Edda Björk er lögfræðingur og hefur undanfarin ár starfað hjá Samtökum iðnaðarins. Þar áður var hún sérfræðingur í fastanefnd Íslands í Genf, starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði hugverkaréttar og við lögfræðirannsóknir við Háskóla Íslands. „Það eru sannarlega áhugaverðir tímar framundan. Mikilvægasta verkefni þessarar aldar er að draga úr losun og farga koldíoxíði sem er nú þegar komið út í andrúmsloftið til að hægja á loftslagsbreytingum. Ég lít á það sem spennandi tækifæri að fá að leggja baráttunni við loftslagsvána lið innan raða Carbfix, eins fremsta fyrirtækis á sínu sviði í heiminum,“ segir Edda Björk.

Ólafur Einar er viðskiptafræðingur með MBA-gráðu. Hann hefur yfirgripsmikla reynslu af alþjóðlegri viðskiptaþróun og stjórnun í kaupskipaútgerð, rekstri og tæknilegum skiparekstri. „Ljóst er að loftlagsmarkmið heimsins munu ekki nást án umfangsmikillar kolefnisföngunar og -förgunar. Það er hratt vaxandi grein sem ég er stoltur af að vera hluti af,“ segir Ólafur Einar.

Heiða Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin til að sinna stefnumótandi stjórnun og hafa umsjón með skipulagi og umhverfismati á starfssvæðum Carbfix. Heiða er menntuð landslagsarkitekt auk þess að hafa BA gráðu í alþjóðaviðskiptum. Heiða hefur víðtæka reynslu af því að stýra þverfaglegum verkefnum í stefnumótun, skipulagi og umhverfismati. Heiða kemur til Carbfix frá Rannsóknum og nýsköpun hjá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem hún leiddi meðal annars vinnu við stefnumótun, skipulag og umhverfismat. Áður starfaði Heiða sem ráðgjafi í skipulagsmálum hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta.

„Ég hef unnið þétt með frábæru teymi Carbfix frá stofnun fyrirtækisins. Ég er full tilhlökkunar að taka skrefið til fulls og taka þátt í mikilvægri vegferð Carbfix að varanlegri bindingu koldíoxíðs, loftslaginu til heilla,“ segir Heiða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?