fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Matur

Langbesta túnfisksalatið í dag

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 19. apríl 2022 21:29

Mögulega er þetta besta túnfisksalatið sem völ er á þessa dagana. Eplin gera gæfumuninn. Mynd/Berglind Hreiðars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir halda mikið upp á túnfisksalat og það er hægt er að laga það með mörgum útfærslum. Hver með sínu nefi og brögðin geta verið margvísleg. Þetta tryllta túnfisksalat er að finna í smiðju Berglindar Hreiðars köku- og matarbloggara með meiru sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar og er að gerði allt vitlaust í fyrrasumar.

„Mér sagt frá þessari frábæru hugmynd af túnfisksalati með eplum.Ekki hefði mér dottið í hug að epli gæti komið svona hrikalega vel út í salati og þetta orðið eitt af mínum uppáhalds salötum, það er alveg á hreinu,“segir Berglind sem er alveg að missa sig yfir bragðinu sem kemur með eplunum. Hér kemur uppskriftin sem mun gleðja bragðlaukana.

Túnfisksalat með eplum

7 egg

2 dósir túnfiskur í vatni (2 x 185 g)

½ laukur

1 grænt epli

1 msk. sítrónusafi

240 g Hellmann‘s majónes

Aromat og pipar eftir smekk

  1. Harðsjóðið eggin, kælið, skerið smátt niður og setjið í stóra skál.
  2. Pressið vatnið af túnfisknum og setjið í sömu skál og eggin.
  3. Næst má saxa laukinn og eplið smátt niður (flysjið eplið fyrst), kreista sítrónusafann yfir og setja síðan í skálina.
  4. Að lokum fer majónesið saman við og öllu blandað varlega saman með sleif og kryddað eftir smekk.
  5. Geymið í kæli fram að notkun og berið fram með góðu kexi eða brauði.

„Ég saxaði eplið frekar smátt niður en þið getið að sjálfsögðu stýrt stærðinni á bitnum á því sem og lauknum eftir því sem ykkur finnst best. Ég er svolítið mikill saxari oft á tíðum og vill oftast hafa allt mjög smátt saxað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna