fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Gagnrýnir sektir Neytendastofu á Cromwell Rugs – Segir þær vera í hrópandi ósamræmi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. apríl 2022 09:00

Cromwell Rugs hefur meðal annars auglýst í Morgunblaðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendastofa hefur lagt tvær sektir á fyrirtækið Cromwell Rugs, sem hefur selt persneskar mottur hér á landi, á síðustu mánuðum. Önnur sektin er upp á fjórar milljónir og hin upp á eina milljón. Ingvar S. Birgisson, lögmaður Cromwell Rugs, segir sektarupphæðirnar í hrópandi ósamræmi við aðrar sektir sem Neytendastofa hefur lagt á fyrirtæki.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að þessar tvær sektir séu með þeim allra hæstu sem Neytendastofa hefur lagt á.

Morgunblaðið hefur eftir Ingvari að honum og umbjóðanda hans finnist undarlegt að hærri sektir séu lagðar á Cromwell Rus, sem selur mottur sem séu svo sannarlega ekki skaðlegar neytendum, en til dæmis fyrirtæki sem flytur inn nikótínvökva, sem inniheldur ólöglegt magn nikótóns, í rafrettur. Hann benti á að miðgildi sekta Neytendastofu síðasta árið sé 50.000 krónur og að á síðustu þremur árum hafi engin sekt verið hærri en 750.000 krónur.

Cromwell Rugs hefur kært fyrri sektina, sem er upp á fjórar milljónir, til áfrýjunarnefndar neytendamála. Farið er fram á að hún verði felld úr gildi og til vara að hún verði lækkuð.

Ingvar benti á að hafa þurfi í huga að almenn regla íslensks stjórnsýsluréttar sé að gæta eigi jafnræðis í ákvörðunum sem stjórnvöld taka. Taka þurfi sambærilegar ákvarðanir í sambærilegum málum og að það megi velta fyrir sér hvort það hafi verið gert í þessum málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum