fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

„Sönn hetja“ – 12 barna móðir féll í framlínunni í baráttunni gegn rússneska innrásarliðinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. mars 2022 07:58

Olga Semidyanova. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrradag minntust Úkraínumenn Olgu Semidyanova en hún var 48 ára 12 barna móðir sem féll í bardögum við innrásarlið Rússa nýlega. Hún barðist í fremstu víglínu með úkraínsku varnarsveitunum. Hún er sögð hafa haldið áfram að skjóta á Rússa eftir að flestir í hersveit hennar höfðu verið skotnir til bana.

Í umfjöllun The Sun kemur fram að Olga hafi verið skotin í magann í mikilli skothríð nærri Donetsk í suðurhluta Úkraínu. Ekki hefur reynst unnt að sækja lík hennar vegna bardaga á svæðinu. „Hún bjargaði hermönnum allt fram á síðustu mínútu. Við erum með myndir af staðnum þar sem hún dó en vegna bardaga þar höfum við ekki enn getað jarðsett hana,“ er haft eftir dóttur hennar, Julia.

Anton Gerashchenko, ráðgjafi hjá úkraínska innanríkisráðuneytinu, minntist Olgu í gær og sagði að hún hefði verið drepin í bardaga við rússneska þrjóta: „Meira að segja þegar hún taldi útséð um að hersveitin hennar myndi lifa þetta af var hún staðföst í að verja landið sitt til síðustu stundar. Hún er þjóðhetja. Hún er hetja í mínum augum.“

Olga bjó í Marhanets, sem er um 200 km frá staðnum þar sem hún var drepin.

Hún hafði áður verið sæmd titlinum „Hetjumóðir“ en þann titil fá mæður sem eiga fleiri en fimm börn.  Hún hafði eignast sex börn og ættleitt sex börn af munaðarleysingjahæli í bænum sínum.

Olga Semidyanova. Mynd:Twitter

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi fólks hefur minnst hennar á samfélagsmiðlum.

Meðal þess sem hefur verið sagt um hana er:

„Þessi úkraínska kona er sönn hetja.“

„Hvíldu í friði Olga Semidyanova, hetja Úkraínu sem ver Evrópu.“

„Olga Semidyanova barðist þar til yfir lauk fyrir landið sitt. Hvíldu í friði hetja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía
Fréttir
Í gær

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“
Fréttir
Í gær

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur til OK

Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“