fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Bréfið sem veldur ólgu í UMFN – Segja ósannar sögur hafa verið á kreiki um brotthvarf pólsks júdóþjálfara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. mars 2022 20:00

Íþróttamiðstöðin í Njarðvík. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur komist yfir tölvupóst sem sendur var til foreldra iðkenda í Glímudeild UMFN frá stjórn deildarinnar og hefur valdið miklu uppnámi innan félagsins.

Tölvupóstinum var ætlað að leiðrétta meintar ósannar sögusagnir um hvarf konu úr starfi sem þjálfaði pólsk börn hjá félaginu. Tölvupósturinn er á ensku en var sendur til Pólverja í Reykjanesbæ sem eiga börn er voru í júdótímum hjá konunni. Í tölvupóstinum segir meðal annars, í lauslegri þýðingu: „Stjórn Glímudeildar UMFN vill ná athygli foreldra barna sem tóku þátt í pólskumælandi tímum árið 2020 og 2021. Athygli okkar hefur verið vakin á því að ósannar sögusagnir hafa verið kreiki um skyndilegt brotthvarf pólska þjálfarans okkar og barnanna ykkar úr þessum tímum, sem við viljum bregðast við. Í einlægni finnst okkur mikilvægt að ykkur séu gerðar staðreyndir málsins ljósar.“

Segir að í desember árið 2019 hafi verið ákveðið að hefja í tilraunaskyni júdókennslu á pólsku fyrir pólsk börn í Reykjanebæ til að hjálpa börnunum að aðlagast íþróttalífinu. Sótti stjórnin um styrk frá bæjarstjórn til að standa straum af launum þjálfarans. Leyfði stjórnin konunni ennfremur að hafa endurgjaldslaus afnot af íþróttaaðstöðu deildarinnar og segir að aðrir júdóþjálfarar hjá félaginu njóti ekki sömu fríðinda.

Segir ennfremur að misskilnings hafi gætt á milli þjálfarans og stjórnarmeðlima sem rakinn var til tungumálaörðugleika. Var því útvegaður túlkur sem var viðstaddur fundi stjórnar með henni.

Síðan kemur fram að sumarið 2021 hafi verið gert samkomulag við þjálfarann pólska um þjálfun barna í sex mánuði og hafi hún fengið sex mánuði greidda fyrir fram. Hún hafi hins vegar hætt störfum fyrirvaralaust eftir fjóra mánuði. Segist stjórnin hafa gögn sem sanna þessar launagreiðslur en þjálfarinn hafi ekki uppfyllt samninginn.

Þá segir að þjálfarinn hafi gefið börnum sem sóttu tíma hennar einkunnir án þess að bera slíka einkunnagjöf undir stjórnina eða fá leyfi til hennar. Segist glímudeildin enga ábyrgð taka á einkunnagjöf þjálfarans því hún hafi ekki verið gerð í samræmi við stefnu og venjur deildarinnar.

Þá er nokkuð umræða um það að deildin hafi sagt sig úr Júdósambandi Íslands og gengið í Glímufélag Íslands. Hafi þjálfaranum verið, með aðstoð túlks, gerð skýr grein fyrir þessari breytingu.

Þá segir í póstinum:

„Stjórn Glímudeildar UMFN vill taka skýrt fram að börnin ykkar hafa alltaf verið velkomin í félagið okkar. Ef þið viljið koma og spyrja spurninga þá vinsamlega svarið þessum tölvupósti og við skulum með ánægju skipuleggja fund.“

Hörð viðbrögð stjórnar UMFN

Ljóst er að sitthvað er ósagt í þessari sögu því stjórn UMFN hefur brugðist við þessum tölvupósti með harðorðri yfirlýsingu þar sem innihalds póstsins er fordæmt. Hefur stjórnin birt þá yfirlýsingu á vefsíðu UMFN:

„Á dögunum fór út bréf í nafni Glímudeildar UMFN til foreldra fyrrum iðkenda deildarinnar. Það bréf var sent út í óþökk aðalstjórnar UMFN og við biðjumst velvirðingar á því.

Ungmennafélagið fordæmir innihald bréfsins og lítur þetta mjög alvarlegum augum.

UMFN óskar foreldrum og iðkendum góðs gengis hvar sem þau stunda sína íþrótt.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“