fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Tómas Þór uppfyllti loforð sem hann gaf vinkonu sinni er hann tók viðtal við leikmann Liverpool

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 15:00

Hanna Símonardóttir (fyrir miðju) er einn harðasti Liverpool stuðningsmaður Íslands/Mynd: Mosfellingur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Þór Þórðarsson, umsjónarmaður enska boltans hjá Símanum, er í starfi sem margur knattspyrnuáhugamaðurinn væri til í að vera í. Tómas tók á dögunum viðtal við James Milner, leikmann Liverpool og undir lok viðtalsins ákvað hann að uppfylla loforð sem hann hafði gefið vinkonu sinni.

,,Ég lofaði vinkonu minni, konu hér á Íslandi sem heitir Hanna, að skila til þín kveðju. Hún er í stjórn knattspyrnuskóla Liverpool hér á landi og er held ég harðast stuðningsmaður liðsins á Íslandi. Hún klæðist eingöngu Liverpool-fatnaði og bað mig um að skila til þín góðri kveðju,“ sagði Tómas Þór við James Milner, leikmann Liverpool.

Milner tók afar vel í kveðjuna og þakkaði Tómasi fyrir að koma kveðjunni til skila og Hönnu fyrir kveðjuna.

,,Takk, ég bið að heilsa henni,“ sagði James Milner, leikmaður Liverpool.

Hanna verður án efa mjög ánægð með kveðjuna frá einum dáðasta leikmanni Liverpool síðustu ára. Hanna er einn harðasti Liverpool stuðningsmaður landsins og ein af þeim sem sá til þess að knattspyrnuskóli Liverpool hér á landi varð að veruleika.

Hanna lýsti því í viðtali við Mosfellingur.is hvernig henni datt í hug að reyna fá knattspyrnuskóla Liverpool til landsins eftir samtal við Guðjón Svansson en strákarnir hans höfðu á sínum tíma farið í knattspyrnuskóla Liverpool á Barbadis.

,,Skömmu seinna er ég á leiðinni á leik í Liverpool og Gaui fékk þjálfarana sem hann hafði kynnst á Barbados til þess að hitta mig, en sá þjálfari var kominn í fullt starf hjá Liverpool Academy. Í stuttu máli þá samþykkti hann að skólinn kæmi til prufu einu sinni. Níu árum seinna er hann ennþá í fullum gangi,“ segir Hanna í viðtali við Mosfellingur.is en viðtalið var tekið árið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fullyrðir að Víkingur hafi gert tilboð í Björgvin Brima

Fullyrðir að Víkingur hafi gert tilboð í Björgvin Brima
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafnkell reiður og kallar eftir því að Halldór verði rekinn úr Kópavoginum – „Þetta er orðið svo þreytt“

Hrafnkell reiður og kallar eftir því að Halldór verði rekinn úr Kópavoginum – „Þetta er orðið svo þreytt“
433Sport
Í gær

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku
433Sport
Í gær

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina