fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Hætti með honum í hvatvísi og svona ákvað hún að reyna að vinna hann til baka – „Hann á eftir að hugsa að ég sé algjörlega galin“

Fókus
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er oft vont að vera vitur eftirá, eða svo er sagt. Þessu fékk kona ein í Ástralíu að kynnast nýlega þegar hún dauðsá eftir því að hafa sagt kærastanum upp. Þá voru góð ráð dýr. Hún vildi alls ekki sjá á eftir kærastanum eftir allt saman og þurfti að vinna hann til baka.

Konan, Tash Sgardelis, ákvað að engu skildi til sparað við að vinna ástir fyrrverandi til baka og ákvað hún að taka upp allt ferlið og deila á samfélagsmiðlum.

„Ég er búinn að hitta mann – eða ég var að hitta mann – og allt var að ganga vel. Ég hlakkaði til að hitta hann um leið og hann fór frá mér og mér hafði aldrei liðið þannig áður.“

Allt var sem sagt að ganga eins og í sögu. Allt þar til kvöld eitt þau fengu sér í glas saman og maðurinn ákvað að hætta við að hitta hana daginn eftir.

„Ég held að þá hafi bara margar ógeðslega slæmar reynslur rifjast upp fyrir mér og ég hafi farið í baklás,“ sagði Tash í myndbandi sem hún deildi. „Ég þaggaði niður í honum og sleit þessu þarna á staðnum, sem ég svo sá eftir 10 mínútum síðar.“

Þegar Tash gerði sér grein fyrir mistökum sínum ákvað hún að gera hvað hún gæti til að fá þennan draumaprins til að fyrirgefa henni hvatvísina. Hann var þó ekki til í að ræða málin við hana og taldi ljóst að þau ættu ekki samleið. Þá ákvað Tash að hugsa stærra.

Hún rifjaði upp að á einu stefnumóti þar sem þau fóru í mínígólf hafi maðurinn sagt í gríni að hann ætti að láta prenta 100 afrit af úrslitum leiksins og láta senda í vinnuna til Tash. Svo Tash ákvað að gera einmitt það, nema senda heim til mannsins.

„Hann á eftir að hugsa að ég sé algjörlega galin, eða honum á eftir að finnast þetta krúttlegt og kannski þá tala við mig aftur. Á þessum tímapunkti hef ég engu að tapa svo sjáum hvernig þetta gengur.“ sagði hún í myndbandi.

@_tashsgardelis Attempting to recover yet another dating fail.. #dating #singlelife #datingfails #failedtalkingstage #fail #fypシ #2121 #foryou ♬ Happy Up Beat (Medium) – TimTaj

Fyrst virtist það ekki hafa virkað. Hún deildi myndbandi þar sem hún sagði að þremur dögum eftir að hún fór með þetta til hans hafi hann enn ekki svarað henni. „Svona er þetta bara. Ég sé samt ekki eftir að hafa gert þetta. Ég er stolt af sjálfri mér fyrir að hafa berskjaldað mig svona, en ég hef aldrei gert það áður.“

Síðan rúmlega viku síðar svaraði maðurinn og sagðist kunna að meta gjöfina og var til í að hitta Tash aftur eftir áramót. En áður en nokkuð varð úr því skipti hann um skoðun og sagði Tash að rétt væri að þau héldu alfarið í sundur.

„Jæja ætli ég sætti mig ekki við að þetta sé alveg búið núna,“ sagði hún enn einu myndbandinu. Líklega væri best að byrja bara nýja árið upp á nýtt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda