fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Völvuspá: Spáir ráðherrabarni og nýjum formanni Samfylkingarinnar

Völva DV fer yfir pólitískt landslag næsta árs

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. janúar 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fæðist lítið ráðherrabarn síðla árs að sögn Völvu DV. Hún segir ekki meira. Brosir bara. Ríkisstjórnin má vel við mannlegum og jákvæðum fréttum.

En þar með er upp talið það sem er krúttlegt í kristalskúlunni um stjórnmál. Það ríkir áfram frost í samskiptum stjórnar og stjórnar­andstöðu. Frostið leitar þó líka inn á við hjá stjórnarandstöðu. Sífellt háværari raddir heyrast um sameiningu á vinstri vængnum. Viðræður hefjast á árinu. Þar verður hver höndin uppi á móti annarri. Fólk sem aldrei hefur getað sameinast um neitt á erfitt með að finna samstöðuna nú.

Margir vinstra megin við miðju og af yngri kynslóðinni telja að lausnin felist í að hreinsa vel til og fá eldra og reyndara fólk til að draga sig í hlé.

Steingrímur J. mun eiga mjög undir högg að sækja og kemur ýmis­legt upp á yfirborðið úr ráðherratíð hans sem tengist hruninu. Hann hrökklast undan og ­missir þann þunga sem hann hefur haft sem formlegur og óformlegur leiðtogi VG í gegnum árin. Hann neitar að hætta en hann er vart svipur hjá sjón. Hornkerling í stjórnmálum og hans tími er liðinn. Í þessum darraðardansi mun afhjúpast mikil og djúpstæð óvild millum hans og Ögmundar Jónassonar. Verst geymda leyndarmál VG verður lýðum ljóst. Flokkurinn logar stafnanna á milli.

Það ­verður VG þó til lífs að Katrín ­Jakobsdóttir heldur sínu striki og nýtur ­vaxandi vinsælda. Sífellt fleiri á vinstri vængnum horfa til hennar sem mögulegs leiðtoga og sameiningartákns. Katrín tekur vel í þetta og skoðar stöðuna.
Árni Páll Árnason lifir ekki árið sem formaður Samfylkingar. Hann þráast fyrst við, en óvænt útspil opnar honum útgönguleið og hann stekkur á það. Nýtt nafn og óvænt er við sjóndeildarhringinn. Þó gæti millileikur verið í spilunum.
Björt framtíð á sér ekki framtíð. Sú tíra dofnar endanlega. Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson tala æ meira um sameiningu eftir því sem fylgi flokksins dalar. En vandinn er sá að enginn flokkur vill líta við þeim. Þeir eru útbrunnir í pólitík, ungir menn.

Píratar missa flugið á árinu. Samt er fylgi þeirra umtalsvert og getur ráðið úrslitum um framhaldið í kosningum 2017. Skoðanakannanir eru fyrstu mánuði ársins á þeim nótum sem verið hefur, en þegar líður fram á vor kemur upp einhvers konar hneyksli sem meira að segja óánægjufylgið getur ekki sætt sig við. Birgitta heldur áfram að fljúga á Saga Class skoðanakannana þrátt fyrir þetta og sú sérkennilega staða er uppi að flokkur sem kennir sig við lögleysu er alvöru afl í landinu – samkvæmt skoðanakönnunum.

Tengsl Wikileaks-gengisins og Pírata verður ljósara og talsmenn samtakanna eru staðnir að verki hér á landi í tilraunum sínum við að brjótast inn í tölvukerfi hins opinbera. Þetta mál mun draga dilk á eftir sér fyrir margar þjóðþekktar persónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“