fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Matur

Gómsætar súkkulaðibitakökur með Omnom súkkulaði sem enginn stenst

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 23. desember 2021 23:05

Súkkulaðiunnendur njóta hvers bita af þessum gómsætu súkkulaðibitakökum sem koma með bragðið af jólunum./Ljósmyndir SÞ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í jólunum er vinsælt að leyfa sér að borða mikið af góðu súkkulaði og súkkulaðibitakökur sem bráðna í munni eru í uppáhaldi hjá mörgum. Hér er um við komin með uppskrift af ómótstæðilega gómsætum súkkulaðibitakökum sem enginn súkkulaði unnandi stenst. Því meira súkkulaði sem er í uppskriftinni því betri verða þær.

Galdurinn bak við þessa uppskrift er súkkulaði sjálft en í súkkulaðibitakökunum er það Omnom súkkulaðið sem gefur bragðið. Tvenns konar Omnom súkkulaði er í uppskriftinni, annars vegar dökkt súkkulaði með þurrkuðum hindberjum og stökkum kakónibbum og hins vegar Omnom lakkrís- og hindberjasúkkulaði. Svo er töfrum líkast að rífa niður súkkulaðiplötu með rifjárnið yfir kökurnar þegar þær eru teknar heitar úr ofninum.

Súkkulaðibitakökur með Omnom súkkulaði

2/3 bolli smjörlíki/smjör eða Brisco feiti

½ bolli sykur

½ bollli púðursykur

1 tsk. vanilludropar

1 stk. egg

Byrjið á því að hita bakarofninn í 180°C með blæstri.

Setjið eftirfarandi hráefni saman í hrærivélaskál og hrærið saman.

1 ½ bolli hveiti

1 tsk. sódaduft

½ tsk. salt

Bætið síðan við í skálina og hrærið vel saman.

½ bolli saxaðar heslihnetur eða heslihnetuflögur

1 ¼ – 2 bollar saxað Omnom súkkulaði, dökkt súkkulaði með þurrkuðum hindberjum og stökkum kakónibbum og Omnom lakkrís og hindberjasúkkulaði (má vera meira).

Að lokum er söxðu hnetunum og súkkulaði bætt saman við. Þegar deigið er tilbúið er deig sett á bökunarplötu, einni teskeið af deigi í einu. Bakið í um það bil 10 mínútur við 180°C hita með ofninn á blæstri. Þegar kökurnar eru teknar út úr ofninum er ráð að rífa niður með rifjárni súkkulaðiplötu af dökka Omnom súkkulaðinu með þurrkuðu hinberjunum og stökku kakónibbunum.

Það er í góðu lagi að setja ríflega af súkkulaðinu í deigið, það gerir kökurnar enn betri. Svo er bara að njóta súkkulaðisins í hverjum bita og jafnvel fá sér eitt súkkulaði með.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði