fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Fíkniefnamál og þjófar á ferð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. desember 2021 05:55

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjöunda tímanum í gær var lögreglunni tilkynnt um þjófnað úr verslun í vesturhluta höfuðborgarinnar. Þjófurinn reyndist vera með meint fíkniefni í fórum sínum. Málið var afgreitt á vettvangi.

Tíu mínútum síðar var annar maður handtekinn, grunaður um vörslu fíkniefna. Við húsleit fannst meira magn fíkniefna. Málið var afgreitt með skýrslutöku að húsleit lokinni. Um klukkan 21 rannsakaði lögreglan mál er snýst um sölu og dreifingu fíkniefna. Húsleit var framkvæmd í þágu rannsóknar málsins sem er enn í rannsókn.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Annar þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Lögregla og sjúkralið sinntu tveimur málum í vesturhluta höfuðborgarinnar þar sem slys höfðu orðið. Í öðru meiddist maður á fæti en í hinu á höfði. Báðir voru fluttir á bráðadeild.

Um klukkan hálf fjögur var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í vesturhluta borgarinnar. Þar reyndist blaðberi vera á ferð við að koma blöðum í hús.

Bílvelta varð á sunnanverðu varðsvæðinu um klukkan 19.30. Tveir voru í bifreiðinni og meiddust þeir lítillega. Annað umferðaróhapp varð á þessu varðsvæði klukkan 20.49. Einn slasaðist lítillega. Grunur leikur á að biðskylda hafi ekki verið virt og að rúður annars ökutækisins hafi verið illa hreinsaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“