fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Íslenska ríkið kaupir nýtt Covid-lyf sem miklar vonir eru bundnar við

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. desember 2021 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið kaup á nýju lyfi sem heitir Sotrovimab frá GlaxoSmithKline og þykir gefa góða raun til að draga úr hættu á alvarlegum veikindum fólks vegna Covid-19 við vissar aðstæður.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs.

Í tilkynningunni segir ennfremur:

„Lyfið er svokallað einstofna mótefni. Meðferð með einstofna mótefnum gagnast best þeim sem eru óbólusettir og/eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma og er notkunin bundin við upphaf veikinda hjá þeim sem eru í aukinni hættu á að þróa með sér alvarlegan sjúkdóm. Til að byrja með hefur verið ákveðið að kaupa 72 skammta af lyfinu sem svokallað undanþágulyf og er það væntanlegt er til landsins síðar í þessum mánuði. Landspítali annast framkvæmd innkaupanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“