fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

Sjónhverfing skiptir fólki í fylkingar – Eru hringirnir að færast til hliðar?

Fókus
Föstudaginn 26. nóvember 2021 17:00

Mynd/iStock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netverjar klóra sér í höfðinu og eru ósammála um nýja sjónhverfingu sem hefur vakið mikla athygli á Twitter.

Litirnir í hringjunum eru sífellt að breytast og örvarnar inni í þeim líka. En spurningin er, eru hringirnir sjálfir að færast til hliðar eða ekki?

Netverjar eru ekki á einu máli og hafa viðrað ýmsar kenningar á Twitter. Sumir eru handvissir um að hringirnir séu á sínum stað og örvarnar séu það sem eru að plata heilann til að halda að hringirnir séu á ferð. Aðrir segja hringina vera á ferð.

„Hringirnir eru ekki að hreyfast og það eru ekki örvarnar sem eru að plata mann heldur eru það litirnir. Ef þú tekur skjáskot af hringjunum, hvenær sem er, þá sérðu að þeir hreyfast ekkert nema í hringi,“ segir einn netverji.

Annar netverji segir litina ekki orsaka sjónhverfinguna því þetta gerist líka þegar hringirnir eru svarthvítir.

„Ég sé hvað er í gangi. Hringirnir eru ekki hringlaga allan tíman heldur fletjast þeir út í sporbaug með fram lárétta og lóðrétta ásnum og skapa þannig tálsýn um hreyfingu,“ segir einn netverji.

Hvað finnst þér, eru hringirnir að færast til hliðar eða ekki?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Í gær

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Victoria Beckham virtist skjóta á tengdadótturina: „Algjör fáviti“

Victoria Beckham virtist skjóta á tengdadótturina: „Algjör fáviti“