fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Keanu Reeves rýfur þögnina um meint hjónaband hans og Winonu Ryder – Sögð hafa verið gift síðan 1992

Fókus
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn geðþekki Keanu Reeves hefur loksins tjáð sig um þrálátan orðróm um að hann sé búinn að vera giftur leikkonunni Winona Ryder síðan árið 1992.

Sagan segir að við tökur á kvikmyndinni Bram Stoker’s Dracula þá hafi leikstjórinn, Francis Ford Coppola, leitt leikarana tvo saman í brúðkaups-senu sem hafi í reynd verið lagalega bindandi hjónavígsla.

Winona hefur áður tjáð sig um málið en hún sagði í samtali við Entertainment Weekly fyrir nokkrum árum: „Við giftum okkur í alvörunni í Dracula. Ég sver til guðs, ég held að við séum í raun og veru gift.“

Winona sagði að leikstjórinn hafi notast við alvöru rúmenskan prest í atriðinu. „Hann fór í gegnum allt ferlið svo ég held að við séum gift.“

Coppola hefur tekið undir með Winonu en hann sagði skömmu eftir viðtal hennar: „Að vissu leyti, þegar tökum var lokið, gerðum við okkur grein fyrir að Keanu og Winona væru gift eftir þetta atriði og þessa athöfn.“

Nú hefur Keanu loksins tjáð sig um þennan orðróm. En hann sagði í viðtali við Esquire:

„Við gerðum heila töku af hjónavígslu með raunverulegum prest. Winona segir að við séum gift, Coppola segir að við séum gift. Svo ég býst við að við séum gift í augum guðs.“ 

Keanu er nú í sambandi með listakonunni Alexöndru Grant og Winona hefur verið í sambandi með hönnuðinum Scott Mackinlay Hahn frá árinu 2011.

Hvorki Keany né Winona hafa þó tjáð sig um hvort að ef til vill væri rétt að kanna hjúskaparstöðu sína formlega og þá eftir atvikum leita eftir skilnaði. En ef það er raunin að þau hafi verið löglega gift síðan árið 1992 þá fer þetta að vera með langlífari hjónaböndunum í Hollywood.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Í gær

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum