fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Evrópskum fuglum hefur fækkað um 600 milljónir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 13:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 1980 til 2017 fækkaði fuglum í Evrópu mikið eða um einn sjötta . Það er mismunandi á milli tegunda hversu mikil fækkunin er en nefna má að gráspörvum fækkaði um helming á tímabilinu. Í heildina fækkaði fuglum um 600 milljónir í aðildarríkjum ESB á tímabilinu.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar fuglaverndunarsamtakanna Birdlife International.

Mesta fækkunin var hjá spörfuglum. Gráspörvum fækkaði um 247 milljónir, eða um helming. Maríuerlum fækkaði um 97 milljónir, störum um 75 milljónir og sönglævirkjum um 68 milljónir.

Það eru aðallega breytingar í landbúnaði sem hafa komið illa við spörfuglana. En þeim hefur einnig fækkað í þéttbýli. Ekki er vitað með vissu hvað veldur því en talið er að fæðuskortur geti komið við sögu, fuglamalaría eða loftmengun að því er segir í tilkynningu frá Birdlife International.

Mesta fækkunin átti sér stað á níunda og tíunda áratugnum en á síðasta áratug hefur dregið úr fækkuninni. Birdlife International segir að því megi aðallega þakka reglugerð ESB um vernd villtra fugla í aðildarríkjunum 27.

En Anna Staneva, hjá Birdlife, segir að meira þurfi til ef fuglum á ekki að fækka meira. Hún segir að rannsóknin sýni að náttúran sé að vara okkur við. „Venjulegir fuglar verða minni og síður algengir. Aðallega af því að þeim svæðum, sem þeir eru háðir, er eytt af mönnum,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Í gær

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns