fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Svona liggur smitlínan yfir Evrópu – Óttast jólaöngþveiti

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 05:58

COVID-smitlína yfir Evrópu. Mynd:Johns Hopkins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og sést á myndinni, sem prýðir þessa grein, þá liggur sístækkandi smitbelti yfir Evrópu. Myndin sýnir smit síðustu fjórtán daga og en byggt er á tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Ástandið fer hríðversnandi í mörgum ríkjum og víða er verið að herða sóttvarnaaðgerðir.

Í Þýskalandi hefur smitum fjölgað mikið að undanförnu og nú er óttast að gjörgæslurými verði á þrotum fyrir jól ef þróunin verður áfram eins og hún hefur verið að undanförnu. „Það er hreint neyðarástand núna,“ segir Christian Drosten, veirufræðingur í Berlín, í samtali við The Guardian um stöðuna á þýskum sjúkrahúsum.

Eins og sést á myndinni þá liggur þéttasta belti smita frá Bretlandi i norðvestri og yfir miðhluta álfunnar og teygir sig að löndunum í suðaustri. Á henni má sjá að mun minna hefur verið um smit á Norðurlöndunum og sunnanverðri Evrópu. En það er að breytast því smitum hefur fjölgað hratt í Noregi og Danmörku og auðvitað hér á landi. Viggo Andreason, lektor í stærðfræðilegri farsóttarfræði við Hróarskelduháskóla, segir að reikna megi með að smitum í Danmörku muni fjölga mikið og jafnvel tvöfaldast á næstu tveimur til þremur vikum ef ekkert verður að gert. Þar greindust rúmlega 3.000 smit í gær.

Í Slóvakíu greindust 7.055 smit í gær og hafa svo mörg smit ekki greinst á einum degi frá upphafi faraldursins og það sama á við í Ungverjalandi þar sem 8.434 smit greindust.

Í Þýskalandi greindust 51.017 smit í gær og er það met yfir dagleg smit. 235 létust af völdum COVID-19. Sérfræðingar óttast að miðað við núverandi smitkúrfu verði daglegur fjöldi smita kominn í 100.000 innan tíu daga. Á mörgum sjúkrahúsum er talið að gjörgæslurými verði á þrotum fyrir jól og á sumum eru þær nú þegar fullar. 67% Þjóðverja hafa lokið bólusetningu.

Nú þegar er byrjað að aflýsa mörgum jólamörkuðum í Þýskalandi, annað árið í röð, en það er mikið áfall fyrir efnahagslífið. Í sumum sambandsríkjum hafa yfirvöld tekið ákvörðun um að jólamarkaðirnir verði lokaðir þetta árið og forsvarsmenn sumra markaða hafa sjálfir tekið þá ákvörðun. Árlega sækja 150 milljónir manna jólamarkaðina og eyða þar sem nemur um 450 milljörðum íslenskra króna, svo efnahagslega er lokun markaðanna þungt högg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 6 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta