fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Ósátt fótboltaamma fékk að heyra það frá dómaranum – „Haltu kjafti gamla kerling og þrífðu gleraugun“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. nóvember 2021 07:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. október léku lið Karlslunde IF og Slagelse í þriðju deild dönsku knattspyrnunnar. Leikurinn endaði með sigri gestanna frá Slagelse sem skoruðu þrjú mörk gegn einu marki heimamanna. Þetta fór illa í einn leikmann Karlslunde og ömmu hans og rataði málið inn á borð aganefndar knattspyrnusambandsins.

Á heimasíðu danska knattspyrnusambandsins, DBU, er hægt að lesa um málið og leikskýrslu dómarans þar sem hann skýrði frá því sem gerðist eftir leik. „Þegar dómararnir gengu út af gervigrasinu var einn stuðningsmaður Karlslunde IF mjög ágengur og hindraði dómarana í að komast leiðar sinnar og byrjaði að hrópa: „Þið eru svo lélegir, þú ert svo lélegur dómari“. Viðkomandi kom síðan mjög nálægt dómurunum,“ segir í leikskýrslunni og síðan segir: „Rétt eftir þetta atvik byrjaði einn leikmaður Karslunde IF að sýna af sér ógnandi hegðun og var líkamstjáning hans mjög árásargjörn og orðfærið við dómarana einnig, hann sagði: „Þið eruð fávitar, þið eru helvíti lélegir.“

Leikmaðurinn elti síðan dómarana til búningsklefanna og hélt áfram að láta óviðeigandi orð falla sem og að sýna árásargjarna líkamstjáningu. Að lokum fékk hann rautt spjald frá dómaranum.

Í leikskýrslunni kemur einnig fram að stuðningsmaðurinn, sem fyrr er getið, sé ættingi leikmannsins og staðfesti Karlslunde IF að svo væri, um 75 ára gamla ömmu leikmannsins væri að ræða.  Segir í svari félagsins að dómarinn hafi látið hana heyra það. „Einn úr þjálfarateyminu hefur skýrt frá því að dómarinn hafi sagt: „Haltu kjafti gamla kerling og þrífðu gleraugun,“ við ömmuna.

Karlslunde IF fékk aðvörun frá aganefndinni vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Klopp setur mikla pressu á Wirtz

Klopp setur mikla pressu á Wirtz
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Wrexham að fá reynslumikinn markvörð

Wrexham að fá reynslumikinn markvörð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stelpurnar niðurlægðar af ungum strákum rétt fyrir stóru stundina – ,,Engan tíma í að skoða vísindin á bakvið þetta“

Stelpurnar niðurlægðar af ungum strákum rétt fyrir stóru stundina – ,,Engan tíma í að skoða vísindin á bakvið þetta“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal hóf formlegt samtal við enska kantmanninn um helgina

Arsenal hóf formlegt samtal við enska kantmanninn um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur