Á tíunda tímanum valt bíll í Garðabæ. Ökumaðurinn komst að sjálfsdáðum út úr honum en farþegi var fastur. Slökkviliðsmenn losuðu manninn úr bifreiðinni og var hann fluttur á slysadeild. Ekki er vitað um alvarleika meiðsla hans. Ökumaðurinn var einnig fluttur á slysadeild en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.
Á Seltjarnarnesi missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á tólfta tímanum í gær og lenti bifreiðin á ljósastaur. Ökumaður og tveir farþegar voru fluttir með sjúkrabifreiðum á slysadeild.
Á sjöunda tímanum í gær féll kona af hestbaki í Garðabæ þegar hún var að temja hest. Hún var með verki í kvið og höfði. Hún var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild.