fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Andlitslausi forstjóri ÁTVR vildi 5% Covid-bónus fyrir sig – Fjármálaráðuneytið sagði nei

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 5. október 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, óskaði á síðasta ári eftir því við fjármálaráðuneytið að það gæfi grænt ljós á launauppbót til sjálfs síns vegna Covid faraldursins. Fjármálaráðuneytið hafnaði ósk forstjórans.

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er einokunarverslun í eigu ríkisins og fer fjármálaráðherra með yfirstjórn verslunarinnar í stað hefðbundnar stjórnar. Þannig fellur það í hlut fjármálaráðuneytisins að ákveða laun forstjórans.

Í skriflegu svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn DV segir að ráðuneytið hafi „átt í samskiptum við forstjóra ÁTVR um starfssamband hans undanfarin misseri.“ „Forstjóra ÁTVR,“ segir jafnframt í svarinu, „hafa aftur á móti ekki verið ákvörðuð viðbótarlaun, sbr. reglugerð 491/2019.“

Ráðuneytið gat þó ekki staðfest hvað fólst í „samskiptum um starfssamband“ Ívars, en samkvæmt heimildum DV vildi Ívar sérstaka 5% uppbót, ofan á aðrar umsamdar hækkanir.

Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR. mynd/ársskýrsla ÁTVR

Reglugerðin, sem svar fjármálaráðuneytisins vísar til, fjallar meðal annars um heimildir ráðherra til þess að ákvarða viðbótarlaun forstöðumanna ríkisstofnana. Er ráðherra þar veitt heimild til þess að taka ákvörðun um launauppbót vegna „óvæntra eða ófyrirséðra ytri atvika,“ og álags sem af þeim hlýst.

Forstjórinn kostar tæpar tvær milljónir á mánuði

Samkvæmt ársskýrslu ÁTVR fyrir árið 2020 voru laun og launatengd gjöld vegna forstjóra ÁTVR 22,3 milljónir króna í fyrra og jukust útgjöldin um tæp 3% á milli ára. Það gerir kostnað upp á um 1,85 milljónir á mánuði árið 2020, að teknu tilliti til mótframlags í lífeyrissjóðs, tryggingagjalds auk annarra launatengdra gjalda.

Á heildina litið hækkuðu útgjöld ÁTVR til starfsmannamála um 8,1% á milli ára, að því er fram kemur í ársskýrslu félagsins. Er það örlítil hækkun umfram launavísitölu, sem hækkaði um 7,2% í fyrra. Munar þar vafalaust mest um stórauknar yfirvinnugreiðslur, en þær hækkuðu um rétt tæp 10%.

Velta ÁTVR fór í fyrra yfir 50 milljarða í fyrsta skipti í sögunni í fyrra. Þrátt fyrir samdrátt í áfengisneyslu Íslendinga jókst sala ÁTVR umtalsvert. Skýrist það auðvitað af minni veltu í fríhöfn og á veitinga- og skemmtistöðum sem voru lokaðir eða starfsemi þeirra takmörkuð verulega vegna Covid-19 faraldursins í fyrra.

Vilja lögbann á samkeppnina

Þá hefur verið í nógu að snúast hjá stjórnendum ÁTVR við að bregða fæti fyrir hvers kyns samkeppni, en Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að ríkisverslunin hefði eytt 7 milljónum í fyrra í málaferli við einkaaðila sem sinna sömu þjónustu og ÁTVR. Halda stjórnendur ÁTVR því fram að starfsemi samkeppnisaðila þeirra sé ólögleg, enda sé ÁTVR tryggð einokunarstaða með lögum. Kærðu stjórnendur ÁTVR nokkur slík fyrirtæki til lögreglu fyrr á árinu og hafa nú stefnt fyrirtækinu Bjórland á einkaréttarlegum grundvelli þar sem fyrirtækið krefst þess að fyrirtækið láti af störfum, greiði dagsektir og bætur.

Sjá nánar: Andlitslausi Ríkisforstjórinn vill dagsektir, bætur og lögbann á Bjórland

Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, hefur legið undir gagnrýni undanfarið fyrir að fara huldu höfði. Blaða- og fréttamenn fá ekki aðgang að forstjóra þessa risastóru ríkisverslunar, heldur er þeim bent á að hafa samband við Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR. Sagði DV til dæmis frá því í sumar að það litla sem eftir Ívari er haft í fjölmiðlum er tekið úr ársskýrslum ÁTVR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga