Gareth Bale, vængmaður Real Madrid, verður frá í um það bil átta vikur en hann er meiddur aftan í læri að því er segir í frétt AS.
Bale meiddist á æfingu liðsins í síðustu viku og missti af leik í deildinni gegn Celta Vigo og Inter Milan. Bale hefur verið afar óheppinn með meiðsli frá því að hann gekk til liðs við Real Madrid árið 2013. Hann hefur farið á meiðslalistann 24 sinnum hjá félaginu á þessum tíma.
Bale mun því eyða næstu vikum á hliðarlínunni en þetta gæti einnig haft áhrif á velska landsliðið. Wales er í 3. sæti í riðlinum fyrir undankeppni HM og verður Bale því líklega frá í næsta landsliðsglugga sem fer fram í næsta mánuði. Þá er hann í kappi við tímann um að ná leikjunum í nóvember.
Samningur Bale við Real Madrid rennur út næsta sumar og er óvissa með framtíð hans. Ólíklegt er að spænska stórveldið bjóði honum framlenginu.