Aaron Wan-Bissaka varnarmaður Manchester United hefur játað því að hafa keyrt án ökuréttinda og án trygginga fyrr á þessu ári.
Wan-Bissaka mætti fyrir dómara í dag, hann sagði til nafns og játaði brot sitt. Eftir það gat hann yfirgefið húsið.
Þessi 23 ára leikmaður var stoppaður af lögreglu þann 23 júní en áður hafði hann misst ökuréttindi sín fyrir of hraðan akstur.
Þegar lögregla stoppaði Wan-Bissaka kom í ljós að hann var án réttinda en hann ók um á 30 milljóna króna Lamborghini bifreið sinni.
Óvíst er hvaða refsingu Wan-Bissaka fær en eftir á að dæma í máli hans fyrir of hraðan akstur. Wan-Bissaka fær að vita refsingu sína síðar í september.