Tottenham staðfesti komu nýs leikmanns fyrir stuttu en það er hinn brasilíski Emerson Royal. Hann gerir samning til fimm ára við félagið.
Emerson er 22 ára gamall hægri bakvörður sem var keyptur til Barcelona árið 2019 en hefur verið á láni hjá Real Betis frá þeim tíma. Barcelona kallaði hann til baka fyrir þetta tímabil en hefur nú selt leikmanninn fyrir 30 milljónir evra.
Emerson gerði eins og áður sagði fimm ára samning við félagið og nú er beðið eftir að hann fái atvinnuleyfi í Bretlandi. Leikmaðurinn hefur leikið 4 landsleiki fyrir Brasilíu.
✍️ We are delighted to announce the signing of Emerson Royal from @FCBarcelona! 🇧🇷
Welcome to Spurs! 🙌
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 31, 2021