fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Ronaldo skrifar fallegt bréf eftir endurkomu sína: „Sir Alex, þetta er fyrir þig“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 09:48

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur skrifað fallegt bréf til stuðnigsmanna Manchester United. Manchester United hefur staðfest kaup sín á Cristiano Ronaldo frá Juventus, gengið hefur verið frá öllum pappírum.

Ronaldo skrifar undir tveggja ára samning við United en hann verður 38 ára gamall þegar hann er á enda, möguleiki er svo á að framlengja samninginn um ár til viðbótar. United staðfest kaup sín á Ronaldo á föstudag en um helgina fór kappinn í læknisskoðun og gekk frá öllum sínum málum við félagið.

Ronaldo yfirgaf United árið 2009 og gekk þá í raðir Real Madrid, árið 2018 gekk hann í raðir Juventus. Hann skrifar um sögu sína í bréfinu og segir að þessi félagaskipti séu fyrir Sir Alex Ferguson, hans gamla stjóra.

Bréf Ronaldo:
Allir sem þekkja mig vita að ég hef aldrei hætt að elska Manchester United. Árin sem átti þar voru gjörsamlega frábær og skrefin sem við tókum saman eru skrifuð með gulli í sögubók þessa frábæra félag.

Ég get í raun ekki útskýrt tilfinningar mínar núna þegar ég endurkomu mína tilkynnta út um allan heim. Þetta er draumur að verða að veruleika, eftir allar þessar endurkomur sem andstæðingar hef ég fundið ástina og virðinguna frá stuðningsmönnum félagsins. Þetta er 100 prósent eins og draumar eru að koma til baka.

Ég vann deildina í fyrsta skipti, minn fyrsta bikar, var í fyrsta sinn valinn í landslið Portúgals, vann Meistaradeildina í fyrsta sinn, minn fyrsta gullskó og minn fyrsta Gullknött. Það varð allt til í þessu fallega sambandi okkar. Sagan hefur verið skrifuð í fortíðinni og hún verður skrifuð aftur. Þið hafið mitt loforð

Ég er hér
Ég er komin aftur þangað sem ég á heima
Látum þetta verða að veruleika aftur

Sir Alex, þetta er fyrir þig…

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Í gær

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga