fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Þrettán íbúðir Jónsa í Sigur Rós kyrrsettar

Hljómsveitarmeðlimir grunaðir um skattalagabrot

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. mars 2018 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eignir meðlima hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið kyrrsettar af Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um skattalagabrot. Kyrrsetningin nær til eigna upp á rúmlega 800 milljónir króna, þar á meðal fasteignir, ökutæki, hlutafé í fyrirtækjum og fé á bankareikningum sem nær til allra þriggja meðlima hljómsveitarinnar, þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Orra Páls Dýrasonar og Georgs Hólm. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag.

Hæsta krafan er á Jón Þór, best þekktur sem Jónsi í Sigur Rós, upp á 638 milljónir. Meðal eigna Jónsa sem voru kyrrsettar eru þrettán húseignir, tveir bílar, tvö mótorhjól, sex bankareikningar og hlutafé í þremur fyrirtækjum.
Kröfurnar á hina tvo meðlimina voru öllu lægri. Tvær fasteignir metnar á 82 milljónir í eigu Orra Páls og tvær fasteignir metnar á 78,5 milljónum í eigu Georgs Hólm.

Allir þrír hafa mótmælt kyrrsetningunni og segja að hún sé handvömm endurskoðanda en ekki ásetning. Ekki er heimilt að kyrrsetja eignir fyrir meira en fjárhæðina sem gert er kröfu um og því má gera ráð fyrir að meint skattaundanskot nemi mörg hundruð milljónum krónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?