fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Lögin sem ætti kannski að banna – Íslenskir lagatextar sem hafa ekki elst vel

Fókus
Sunnudaginn 11. júlí 2021 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímarnir breytast og mennirnir með, eða svo er sagt, en það gerir samfélagið og tungumálið líka. Við lifum á tímum samfélagslegra byltinga, þá einkum er varðar kynfrelsi og sjálfræði fólks, einkum kvenna, yfir líkömum sínum, og við berjumst fyrir betra samfélagi þar sem kynfrelsið er virt og fyrir því að brot gegn því hafi afleiðingar.

Þær breytingar sem hafa orðið í samfélagi okkar undanfarin ár hafa gert það að verkum að við horfum til fortíðar og furðum okkur á því hvernig hlutunum var áður háttað, úreltan þankaganginn og gamaldags viðhorf til kvenna og kynferðisbrota.

Andi samfélagsins er gjarnan fangaður og gerður ódauðlegur í formi söngtexta og mörg vinsæl lög sem við áður rauluðum áhyggjulaus eru nú orðin óþægileg við nánari skoðun. Fókus tók saman nokkra söngtexta sem ekki eru lengur (og voru sennilega aldrei) í takt við tímann.

Á þig – Á móti sól

Létti sveitaballasmellurinn Á þig með hljómsveitinni Á móti sól hefur ekki elst vel. Textinn fjallar um viðreynslu þar sem stelpan virðist ekki hafa neinn áhuga en viðreynandinn gefst þó ekki upp.  Eftirfarandi lína kemur ítrekað fyrir í laginu og lýsir viðbrögðum konunnar við viðreynslunni þar sem hún reynir að gera það ljóst að hún hafi ekki áhuga:

„Þú hvíslaðir hættu, farðu, þegiðu og sestu
og hætt’að abbast upp á mig.“

Grínistinn Björn Bragi vakti athygli á textanum fyrir um áratug síðan.

 

Fanney – Ingó veðurguð 

„Þú mannst að segja já
ef ég reyni að ná í þig
En ef þú hefur engan áhuga
máttu alveg þykjast fyrir mig“

Aftur er hér að finna léttan íslenskan smell þar sem textinn er ekki alveg í takt við tímann. Þarna er konunni sagt að þykjast hafa áhuga, jafnvel þó hún hafi hann ekki.

Frystikistulagið – Greifarnir

Frystikistulagið með Greifunum er hresst lag um gróft heimilisofbeldi. Textinn er að sjálfsögðu grín en hefur þó í seinni tíð vakið óhug fyrir setja alvarlegt ofbeldi í svona léttan búning. Þó svo að gerandinn í laginu fái á endanum makleg málagjöld þá fer það þó fyrir brjóstið á sumum að heyra lagið í útvarpi – enda ofbeldi ekkert til að grínast með.

„Ég ávað þarna um morguninn að kál’enni
og velti henni því á bakið
tók og snéri upp á hausinn á’enni
og vafð’ana svo inn í lakið.“

 

Of feit fyrir mig – Laddi

„Þú mátt fá hana því ég vil ekki sjá hana því hún er alltof feit,“ söng Laddi á sínum tíma en textinn er ekki í samræmi við áherslur samfélagsins á dag og líkamsvirðingu og jákvæða líkamsmynd.  Þó svo textinn sé að sjálfsögðu grín og ekki ætlað að meiða eða særa þá felast í honum fitufordómar.

„Kemst hún sjálf ofan í bað?
hehehehe nei nei nei nei nei
Kemst hún ein út á hlað?
hehehehe nei nei nei nei nei
Kemurðu henni inn í bíl?
Ekki frekar en fíl.
Er hægt að lyfta henni, halda á henni?
Nei nei nei.“

Braggablús – Mannakorn

Þú ert líklega að spyrja þig – Hvað gæti mögulega verið að þessu lagi? Margir hafa túlkað textann sem svo að hún Magga okkar í bragganum hafi verið í vændi.

„Í vetur betur gekk henni að galdra
til sín glaða og kalda karla sem oft gáfu aur“

Síðan kemur fram í laginu að sökum þess að Magga sé farin að eldast þá sé erfiðara að ná í kúnna og því hafi hún ekki efni á að hita upp braggann sinn.

Tælenskur strákur – Einar trúbador

Það er nú bara allt óviðeigandi við þetta lag er það ekki? Útlendingafordómar og 12 ára barn kallað „óþekkur fákur“ held að það þurfi ekki að hafa fleiri orð um það.

Feitar konur – Kátir piltar

Aftur er hér lag sem er litað fiturfordómum. Þarna fer maður yfir það hvers vegna hann geti ekki verið í sambandi við tiltekna konu en það er vegna þess að hún er „bæði feit og ljót“.

„Létt fórstu með að leggjastá mig,
ég lét mig hafa’ðað og skipti sköpum
En mér finnst ef að miðað er við þig,
að menn séu komnir af flóðhestum en ekki öpum“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
Fókus
Fyrir 4 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta