fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Þrír handteknir eftir skotárás á hollenskan blaðamann

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. júlí 2021 05:55

Peter R. de Vries. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollenska lögreglan handtók í gærkvöldi þrjá menn í tengslum við rannsóknina á skotárásinni á blaðamanninn Peter R. de Vries sem var skotinn í höfuðið á götu úti í Amsterdam. Þetta kom fram á fréttamannafundi lögreglunnar seint í gærkvöldi.

Tveir voru handteknir á hraðbraut nærri Amsterdam. Frank Paauw, yfirlögregluþjónn, sagði að þeir hafi verið í bíl og hafi væntanlega verið á flótta. Þriðji maðurinn var handtekinn í Amsterdam.

Femke Halsema, borgarstjóri, sagði að de Vries væri alvarlega særður og berðist fyrir lífi sínu.

Lögreglumenn á vettvangi í gærkvöldi. Mynd:EPA

Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla þá var hann skotinn í höfuðið af stuttu færi. Hann er 64 ára. Árásin átti sér stað klukkan 19.30 fyrir framan hús RTL þar sem de Vries kom fram í sjónvarpsþætti. Hann er þekktur fyrir umfjöllun um afbrot og glæpasamtök.

Fyrir tveimur árum skýrði hann frá því að hann væri á dauðalista hins marokkóska/hollenska Ridouan Taghi sem er grunaður um aðild að minnst 10 morðum tengdum skipulagðri glæpastarfsemi.

Fyrr á árinu hófust réttarhöld yfir Taghis og hefur de Vries komið við sögu í þeim sem ráðgjafi helsta vitnis ákæruvaldsins. Réttarhöldin eru sögð ein sú stærstu sinnar tegundar frá upphafi í Hollandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna