fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Skotinn til bana á pitsastað í Stokkhólmi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. júní 2021 06:15

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

25 ára karlmaður var skotinn til bana á pitsastað í Sätra í Stokkhólmi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Fertugur karlmaður særðist í árásinni og liggur á sjúkrahúsi. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Lögreglunni var tilkynnt um skothríð á útisvæði pitsastaðar í Sätra skömmu fyrir klukkan 19 í gærkvöldi. Á vettvangi kom lögreglan að tveimur mönnum með skotsár. Auk hinna særðu var fjöldi annarra gesta á veitingastaðnum.

Í gærkvöldi tilkynnti lögreglan að 25 ára karlmaður hefði látist af völdum skotsára sem hann hlaut í árásinni. Ekki hefur verið skýrt frá hversu alvarlega hinn maðurinn er særður.

Vitni segja að tveir menn hafi flúið af vettvangi eftir árásina. Ekki er vitað hvort þeir hleyptu báðir af skotum en þeir eru báðir grunaðir um aðild að árásinni. Annar flúði á rafskútu en hinn hljóp á brott að sögn talsmanns lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni