fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fókus

Háðsdeila Kristínar Péturs – Gefur lítið fyrir niðurstöðu Neytendastofu og merkir #ekkiad

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 13:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var greint frá því að Neytendastofa teldi áhrifavaldinn og leikkonuna Kristínu Pétursdóttur hafa brotið lög þegar hún birti auglýsingar á samfélagsmiðlinum Instagram án þess að merkja með viðeigandi hætti.

Lesa frekar: Kristín Péturs braut lög og fær skammir í hattinn – Klöguð fyrir að gleyma að setja #samstarf

Í kjölfarið gerir Kristín gys að niðurstöðu Neytendastofu, en nú hefur hún merkt efni frá sér sérstaklega sem ekki auglýsingu.

Kristín virðist hafa skellt sér í ævintýraferð ásamt vinkonu sinni, Helgu Rakel Ómarsdóttur, í gær, en þær greindu frá ferðalagi sínu í gegn um Instagram-story. Þar mátti sjá myndir og myndbönd af vinkonunum skoða fossa, hitta hesta, heimsækja býflugur og borða saman. Fyrir neðan setti Kristín nokkur myllumerki, sem má óneitanlega lesa sem háðsdeilu á niðurstöðu Neytendastofu.

Skjáskot úr Instagaram-story Kristínar

Merkir nú með #ekkiad

Myllmerkin sem um ræðir voru: #ekkiad, #borguðumsjalfar #mjogdyrtbensinið og #ónefnttómataplace, ásamt þeim mátti sjá myllumerkin #bffs, #suðurland og #summer, sem eru þó talsvert hefðbundnari en fyrri fjögur myllumerkin.

Áhrifavaldar sem fá borgað fyrir umfjöllun eiga að merkja það sérstaklega sem auglýsingu, en það er gjarnan gert með myllumerkinu #ad, eða #samstarf. Líkt og kemur fram þótti Kristín ekki merkja auglýsingarnar nægilega vel, en í úrskurði Neytendastofu var sett út á umfjöllun hennar er varðaði eftirfarandi fyrirtæki: Nola, Yuzu Burger, Blómahönnun, Reykjavík Meat og Petit.

Nú virðist hún þó hafa tekið upp á því að merkja efni sem flokkast ekki sem auglýsing sem ekki auglýsingu, eða #ekkiad í stað #ad. Þá tekur hún einnig sérstaklega fram að hún og vinkona hennar hafi borgað sjálfar og að bensínið hafi alls ekki verið ódýrt.

Skilgreinir sig ekki sem áhrifavald og merkir fyrirtæki af frændsemi

Í svari Kristínar til Neytendastofu kom fram að hún skilgreindi sig í raun ekki sem áhrifavald, heldur sé hún fyrst og fremst leikkona. Hún tók fram að hún noti samfélagsmiðla fyrst og fremst til að koma sjálfri sér á framfæri og til að greina frá sínu daglega lífi. Þá komi fyrir að fyrirtæki bjóði henni samstarf og stundum samþykki hún það. Einnig tók Kristín fram að hún eigi fjölskyldu og vini sem eigi fyrirtæki sem gefi henni afslátt og þá hafi hún jafnvel merkt fyrirtæki af frændsemi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Enginn vildi tala við Anton og Þórhall – Annað var upp á teningnum þegar spurt var hvað væri verst við árið 2025

Enginn vildi tala við Anton og Þórhall – Annað var upp á teningnum þegar spurt var hvað væri verst við árið 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessu bjóst mannfjöldinn ekki við þegar Elsa 5 ára mætti – Sjáðu myndbandið sem færir þér jólaandann

Þessu bjóst mannfjöldinn ekki við þegar Elsa 5 ára mætti – Sjáðu myndbandið sem færir þér jólaandann
Fókus
Fyrir 5 dögum

OnlyFans-stjarnan Mary Magdalene er látin

OnlyFans-stjarnan Mary Magdalene er látin
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„London er ekki sama og London, túristaLondon er allt annar staður“

„London er ekki sama og London, túristaLondon er allt annar staður“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“