fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Magnús Scheving biðst afsökunar á ummælum sínum – „Því miður komu orðin óboðlega út úr mér“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 11. júní 2021 09:10

Magnús Scheving/ Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Scheving, líkamsræktarfrömuður og rithöfundur, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í Podcast-þætti Begga Ólafs. Magnús því hélt fram að það að fá ekki kynlíf hjá maka sínum geti verið ein tegund af ofbeldi. Ummælin voru harðlega gagnrýnd, meðal annars af Eddu Falak, íþróttaþjálfara og áhrifavaldi.

Edda Falak hneyksluð á Magnúsi Scheving eftir ummæli hans – „HVAÐ var ég að hlusta á?“

„Of­beldi getur alveg verið þannig að þú ert giftur og við­komandi fær ekki kyn­líf hjá hinum, það getur verið of­beldi,“ sagði Magnús í hlaðvarpsþættinum. Edda svaraði því á samfélagsmiðlinum Twitter: „Magnús Scheving talar um í nýjast podcast þætti Begga að það sé ofbeldi að fá ekki kynlíf frá maka sínum. Hann veltir því líka fyrir sér afhverju það séu til hóruhús og spyr síðan “er það kannski útaf karlar fá ekki nóg að ríða?” HVAÐ var ég að hlusta á?“

Í dag sendi Magnús frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann biðst afsökunar á orðræðu sinni og segir að orð sín hafi verið ömurlega sögð og heimskuleg.

Yfirlýsing Magnúsar er eftirfarandi:

„Orð mín voru því miður mjög ömurlega sögð og á því vil ég biðjast afsökunar á. Í umræddum podcastþætti barst umræðan að vissu málefni, því miður komu orðin óboðlega út úr mér, heimskulega sagt og vona ég að þessi mistök mín um þetta þarfa málefni, ofbeldi, sem ég því miður þekki vel sé ekki togað og teygt. Til allra þeirra sem ég kann að hafa sært með orðum mínum vil ég biðjast innilegrar afsökunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“