fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Suðurskautslandið gæti orðið átakasvæði milli Kína og Ástralíu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 30. maí 2021 15:00

Frá Suðurskautslandinu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband Ástralíu og Kína er með versta móti þessi misserin og er í raun langt undir frostmarki. Ríkin deila harkalega og senda hvort öðru eitruð skot nær daglega. Sambandið fer því sífellt versnandi og telja margir að ef þetta heldur óbreytt áfram muni Suðurskautslandið verða stórt deiluefni ríkjanna í framtíðinni, bæði pólitískt og diplómatískt.

Ástralar hafa í hyggju að leggja 2,9 kílómetra langa flugbraut við David rannsóknarstöð sína á austurhluta Suðurskautslandsins. Flugbrautin á að vera malbikuð og á að henta til notkunar allt árið í næstum hvaða veðri sem er. Þetta verður þá fyrsta malbikaða flugbrautin í heimsálfunni og stærsta framkvæmd sögunnar þar.

Kínverjar eru ekki komnir jafn langt í áætlunum sínum en þeir hafa tilkynnt að þeir hyggist gera flugvöll um 30 kílómetra frá kínversku rannsóknarstöðinni Zhongshan. En svæðið sem þeir hyggjast gera flugvöll á er innan þess svæðis sem Ástralar gera tilkall til. En það eru engar opinberar viðurkenningar til hvað varðar skiptinu svæða á Suðurskautinu. Stjórn heimsálfunnar fellur undir alþjóðlegan samning frá 1961 sem 12 ríki, sem eiga hagsmuna að gæta á Suðurskautinu, gerðu sín á milli. Kína er ekki þeirra á meðal en hefur, eins og fleiri ríki, látið til sín taka á Suðurskautinu eftir þetta.

Ástralar voru á meðal ríkjanna 12 og að auki eru þeir meðal sjö þjóða sem gera tilkall um yfirráð yfir ákveðnum svæðum í álfunni. Hin ríkin eru Argentína, Chile, Frakkland, Nýja-Sjáland, Bretland og Noregur.

Eins og sambandi Ástralíu og Kína er nú háttað þá óttast margir að deilur ríkjanna færist til Suðurskautslandsins.

Kínverjar stöðvuðu nýlega ChinaAustralian Strategic Economic Dialogue um óákveðinn tíma og segja að það þjóni ekki neinum tilgangi að halda samstarfinu áfram á meðan Ástralar séu með „kaldastríðs hugarfar“. Í raun var þetta svar við ákvörðun áströlsku ríkisstjórnarinnar um að ógilda samstarfssamning Kína og Victoríuríkis af öryggisástæðum. Að auki íhugar ástralska ríkisstjórnin nú að ógilda 99 ára leigusamning kínverska fyrirtækisins Landbridge á höfninni í Darwin en þar eru bæði ástralski og bandaríski flotinn með aðstöðu.

Kínverjar bregðast við öllum ákvörðunum Ástrala, sem þeim falla illa, með því að loka fyrir ákveðin viðskipti og má því segja að um viðskiptastríð sé að ræða. Sem dæmi má nefna að í október fluttu Ástralar 3 milljónir tonna af kolum til Kína, í desember ekki eitt gramm. Þetta voru viðbrögð Kínverja við því sem þeir telja andkínverska stefnu ástralskra stjórnvalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu