fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Reynir Bergmann harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Sölva málið – „Mellur og vændiskonur fokkið ykkur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 7. maí 2021 10:05

Sölvi Tryggvason og Reynir Bergmann. Aðsend mynd/Mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Bergmann, eigandi Vefjunnar og áhrifavaldur, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín varðandi mál Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns sem hefur verið kærður til lögreglu af tveimur konum vegna ofbeldis.

Reynir tjáði sig um málið í Instagram Story í gær og sagðist vera „Team Sölvi.“

„RB er team fokking Sölvi Tryggva. Mellur og vændiskonur fokkið ykkur,“ segir Reynir í myndbandinu og gefur myndavélinni puttann.

Reynir hefur síðan þá fjarlægt myndbandið og dregið ummæli sín til baka, eftir að hann var „skammaður“, að hans sögn.

En upptöku af myndbandinu var deilt á Twitter með yfirskriftinni: „AFHVERJUUUUU fá svona kallar platform???? Þetta er í alvöru svo ógeðslega ljótt.“

Myndbandið á Twitter hefur fengið yfir 5500 áhorf þegar fréttin er skrifuð. Netverjar gagnrýna Reyni harðlega og segir baráttukonan Sólborg Guðbrandsdóttir einfaldlega: „Éttu fokking skít Reynir.“

Í kjölfar „skamma“ dró Reynir ummæli sín til baka á Instagram í gær.

„Ég er að henda í bullandi afsökunarbeiðni. Það er búið að skamma mig. Auðvitað er ég ekki team neinn. Eða jú,“ segir Reynir og horfir á Sólveigu, kærustu sína, sem segir: „Nei, þú ert bara hlutlaus.“

„Ég er hlutlaus þar til sekt er sönnuð. Auðvitað dreg ég þetta til baka,“ segir Reynir og dregur puttann til baka.

„En mér finnst samt ljótt þegar fólk er bara tekið gjörsamlega af lífi án þess að það sé búið að dæma það. Mér finnst það gróft, mér finnst það mjög ljótt. Ég hef oft lent í því.“

DV hafði samband við Reyni vegna málsins. „Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð punktur […] Ef hann er sekur þá á hann svo sannarlega skilið öll þessi ummæli og góðan dóm,“ sagði hann.

„Ég fyrirlít nauðgara og menn sem lemja konur og hika ekki við að taka svona menn af lífi [á Instagram] og geri það reglulega þegar dómar hafa verið felldir.“

Ummæli um femínista

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ummæli Reynis koma honum í vandræði. Í nóvember síðastliðinn var hann gagnrýndur fyrir ummæli sín um femínista.

Sjá einnig: Ummæli Reynis Bergmanns harðlega gagnrýnd – „Við vissum ekki að hann væri svona grófur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“