fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Bergur Ebbi líkir samfélagsmiðlum við fíkniefni – „Twitter er heróín“

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 12:00

Bergur Ebbi Benediktsson Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergur Ebbi Benediktsson var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun. Rikki G, einn þáttarstjórnanda Brennslunnar, tók hann í yfirheyrslu þar sem ýmiss mál voru rædd, til dæmis hvaða eiginleika fólks Bergur Ebbi þolir ekki og hvaða stjörnu hann var skotinn í þegar hann var yngri.

Þegar Rikki spurði Berg út í hver leiðinlegasti samfélagsmiðilinn væri tók Bergur á rás og fór að bera saman eiturlyf og samfélagsmiðla. Hann segir Facebook vera eins og bjór.

„Það er svona frekar basic, en þú færð hausverk ef þú ert of mikið á því og það er kannski ekkert það geðveikt. Twitter er heróín. Þú ánetjast því og verður drullusama um allt annað í lífinu,“ sagði Bergur og viðurkenndi að hann væri sjálfur háður netheróíninu sem Twitter er.

Hann segir fólk á Twitter vera sinnulaust um umhverfi sitt. Það geri grín af öllu og hafi enga skoðun á neinu. Næst miðillinn til að fá útreið frá Bergi var Instagram.

„Instagram er kókaín. Það sviptir fólk sjálfsvirðingu og gerir það mjög hratt,“ sagði Bergur og við það misstu þáttarstjórnendur sig úr hlátri.

Við þetta ákvað Rikki G að loka umræðunni þar sem að hans sögn var ekki hægt að toppa þessi orð Bergs Ebba.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“