fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Engin ný Vaktasería á leiðinni

Leikstjóri þáttaraðanna leiðréttir misskilning

Auður Ösp
Mánudaginn 18. janúar 2016 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir settu sig eflaust í stellingar fyrir helgi þegar fréttir bárust af því að fjórða serían af hinum geysivinsælu Vaktarþáttum væri í undirbúningi. Landsmenn fengu fyrst að kynnast þeim félögum Georg Bjarnfreðarsyni, Ólafi Ragnari og Daníel Sævarssyni í sjónvarpsþáttunum Næturvaktin og síðan hafa bæst við Dagvaktin og Fangavaktin auk kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson.

Sagt var frá því í Fréttatímanum á föstudag að Jón Gnarr, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 væri að undirbúa fjórðu Vaktaseríuna síðar á árinu. Átti nýja serían að bera nafnið Öryggisvaktin og skarta sömu persónum og í þáttaröðunum og kvikmyndinni. Fram kom aðað Jón myndi þar af leiðandi vera í aðalhlutverki á eigin stöð og að vegna þessa hefði gerð fjórðu þáttaraðarinnar af íslensku spennuþáttaröðinni Pressu verið sett á ís. Einnig var greint frá þessu á vef Nútímans

Ragnar Bragason, leikstjóri þáttaraðanna og kvikmyndarinnar hefur nú tjáð sig á fésbókarsíðu sinni. „Að gefnu tilefni þá vil ég árétta að það er engin fótur fyrir þeim fréttum að ráðast eigi í nýja vaktaseríu. Þessi frétt um Öryggisvakt sem hefur verið á sveimi í Fréttatímanum og Nútímanum er argasta bull. Að öðru leyti eigiði hinn ágætasta dag,“ ritar Ragnar og endar textann með broskalli. Það er því óljóst hvort landsmenn eigi eftir að sjá meira af þeim félögum Georgi, Ólafi Ragnari og Daníel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu