fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Pressan

Anders fékk símtal frá dönsku leyniþjónustunni – „Nú er þetta alvara“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. mars 2021 20:00

Höfuðstöðvar leyniþjónustu dönsku lögreglunnar, PET. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar var hringt frá leyniþjónustu dönsku lögreglunnar, PET, í Anders Storgaard, 27 ára stjórnarmann í ungliðasamtökum danskra íhaldsmanna. Segja má að símtalið hafi breytt lífi hans.

Hringt var í Anders af því að hann var meðal þeirra Dana sem aðstoðuðu Ted Hui við að sleppa frá Hong KongHui var þingmaður og baráttumaður fyrir lýðræði og því þyrnir í augum kínverska kommúnistaflokksins. Hann mátti ekki fara úr landi vegna yfirvofandi réttarhalda yfir honum fyrir ýmsar sakir. Hann fékk samt leyfi til að fara til Danmerkur til að taka þátt í fundum þar. En hann fór aldrei heim aftur og er nú í útlegð í Englandi.

Jótlandspósturinn fjallaði nýlega um þær afleiðingar sem flótti hans hefur haft fyrir Danina sem aðstoðuðu hann. Í þeirri umfjöllun kemur fram að kínversk yfirvöld vilji hafa hendur í hári þeirra og færa fyrir dóm í Kína. Þetta hefur eyðilagt drauma margra þeirra og sett þeim skorður hvað varðar framtíðina.

„Ef ég fer út fyrir landamæri Danmerkur þá verð ég að skipuleggja það í samráði við PET. Það eru mörg lönd sem ég get ekki farið til. Af öryggisástæðum get ég ekki skýrt frá hvaða lönd það eru en ég hefði gjarnan viljað fara til nokkurra af þeim. Ég óttast að verða framseldur til Kína frá þeim eða stungið í fangelsi,“ sagði Ander í samtali við B.T.

„Ég vissi vel að það fylgdi því áhætta að gera það sem ég gerði en þegar PET hringdi þá varð hún áþreifanleg. Ég hugsaði með mér: „Nú er þetta alvara.“  Mér brá mikið en fann til öryggis við að vita að fagfólk fylgist með mér og ég fékk á tilfinninguna að ég standi ekki einn,“ sagði Anders.

Hann sagðist ekki sjá eftir neinu. Ted Hui sé hetja sem dvelji nú í öryggi í Englandi með fjölskyldu sinni. „Það eina sem ég sé eftir er að Danmörk og Vesturlönd standa bara álengdar á meðan allt þetta gerist í Hong Kong,“ sagði hann. Þar á hann við harðar aðgerðir kínversku kommúnistastjórnarinnar og leppstjórnar hennar í Hong Kong í garð lýðræðissinna og lýðræðis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli stúlku sem hvarf á dularfullan hátt árið 1970

Vendingar í máli stúlku sem hvarf á dularfullan hátt árið 1970
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir vaknaði daginn sem ákvarða átti refsingu hans fyrir kynferðisbrot – Þess í stað skaut hann börnin sín

Faðir vaknaði daginn sem ákvarða átti refsingu hans fyrir kynferðisbrot – Þess í stað skaut hann börnin sín
Pressan
Fyrir 3 dögum

Systur fundnar á lífi eftir að hafa verið saknað í 36 ár – Sást seinast til þeirra rétt áður en móðir þeirra var myrt

Systur fundnar á lífi eftir að hafa verið saknað í 36 ár – Sást seinast til þeirra rétt áður en móðir þeirra var myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Voru fljót að láta sig hverfa úr Airbnb-íbúð þegar þau komu auga á þetta

Voru fljót að láta sig hverfa úr Airbnb-íbúð þegar þau komu auga á þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Faðir byssumannsins þjakaður af sorg – „Mér líður skelfilega“

Faðir byssumannsins þjakaður af sorg – „Mér líður skelfilega“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ung móðir grunuð um að reyna að drekkja þremur börnum sínum í almenningssundlaug

Ung móðir grunuð um að reyna að drekkja þremur börnum sínum í almenningssundlaug