fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Sænsk kona sakfelld fyrir að hafa farið með son sinn til Sýrlands – Þriggja ára fangelsi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 18:15

Liðskonur Íslamska ríkisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænsk kona var í gær dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa farið með tveggja ára son sinn til Sýrlands 2014 gegn vilja föður drengsins. Konan ætlaði að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið.

Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að konan hafi sagt manninum að hún ætlaði í viku frí í Tyrklandi með son þeirra. En „fríið“ var ekki frí og sex ár liðu þar til mæðginin sneru aftur til Svíþjóðar. Barnsfaðir konunnar sagði að hún hafi verið farin að sýna merki þess að hún styddi Íslamska ríkið áður en hún fór til Sýrlands.

Lýst var eftir konunni á alþjóðavettvangi 2014 og handtökuskipun gefin út á hendur henni. Í nóvember á síðasta ári var hún handtekin á Arlandaflugvellinum í Stokkhólmi þegar hún kom heim eftir sex ára dvöl á yfirráðasvæðum Íslamska ríkisins og í al-Hol og al-Roj fangabúðunum sem Kúrdar stýra. Sonur hennar kom heim með henni og tvö börn að auki sem hún eignaðist í Sýrlandi. Syninum var strax komið í umsjá föður síns.

Fyrir dómi sagði konan að hún hefði aðeins ætlað í tímabundna heimsókn til Sýrlands en hefði verið tekin til fanga af Íslamska ríkinu og hefði því ekki getað komist í burtu. „Ef það eru vopnaðir verðir fyrir framan húsið þitt sem segja að þú megir ekki fara neitt þá ferð þú ekki neitt,“ sagði Lars Kruse, verjandi konunnar fyrir dómi. Hann hélt því fram að konan hefði ekki stutt Íslamska ríkið, hún hefði aðeins haft áhuga á „landinu“. En dómarinn féllst ekki á þessar útskýringar, meðal annars vegna þess að konan hafði dreift áróðri íslamskra öfgamanna á Facebooksíðu sinni. Hún er einnig grunuð um stríðsglæpi á meðan hún dvaldi í Sýrlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks