fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Þrír í lífshættu eftir hryðjuverkaárás í Svíþjóð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 04:59

Sænsk glæpagengi berjast á banaspjótum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír eru í lífshættu eftir meinta hryðjuverkaárás í Vetlanda í Svíþjóð í gær. Fimm til viðbótar eru særðir. Árásarmaðurinn var skotinn af lögreglunni en er ekki í lífshættu.

Sænska ríkisútvarpið segir að lögreglunni hafi verið tilkynnt að ráðist hefði verið á fólki í Bangårdsgatan í Vetlanda um klukkan 15 í gær. Árásarmaðurinn var sagður vera vopnaður stunguvopni.

Þremur mínútum eftir að fyrstu lögreglumenn komu á vettvang voru kennsl borin á árásarmanninn sem er á þrítugsaldri. Hann er sagður hafa komið við sögu lögreglunnar áður fyrir smávægileg brot. Aftonbladet segir að hann hafi komið til Svíþjóðar fyrir nokkrum árum og búið í landinu síðan.

Sænska ríkisútvarpið segir að rannsókn lögreglunnar beinist að morðtilraun og hryðjuverki og að hún hafi upplýsingar sem bendi til að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Lögreglan hefur þó ekki viljað skýra frá hvaða upplýsingar það eru.

Þrír eru í lífshættu, tveir eru alvarlega særðir, tveir töluvert særðir og einn er með minniháttar áverka að sögn lögreglunnar.

Árásarmaðurinn er á sjúkrahúsi þar sem lögreglan gætir hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eze fer til Tottenham
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reykjavík sú áttunda öruggasta í Evrópu

Reykjavík sú áttunda öruggasta í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins