fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Mikil fækkun barnsfæðinga í Kína

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. febrúar 2021 18:15

Frá Kína. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári fækkaði skráðum fæðingum í Kína um tæplega 15%. 10,03 milljónir nýbura voru skráðir 2020 en voru 11,79 milljónir 2019. Þetta er 14,9% fækkun og er fæðingartíðnin sú lægsta síðan Kínverska alþýðulýðveldið var stofnað 1949.

CNN skýrir frá þessu. Kínverjar glíma við ákveðin lýðfræðileg vandamál vegna fjölgunar eldra fólks. Sérfræðingar óttast að ef þróunin verður áfram eins og hún var á síðasta ári þá muni Kínverjar verða gamlir áður en þeir verða ríkir.

Samkvæmt nýjustu tölum frá kínversku hagstofunni þá voru 250 milljónir landsmanna 60 ára eða eldri á síðasta ári en það svarar til 18% af íbúum landsins.

Þrátt fyrir að þróunin í Kína sé enn ekki nærri því sem hún er í Suður-Kóreu og Japan, þar sem fólki fækkar, þá leynast ákveðin vandamál í framtíðinni, sérstaklega þegar „eins barns kynslóðin“ eldist. Frá 1979 til 2015 máttu flest pör aðeins eignast eitt barn en þetta var liður í aðgerðum stjórnvalda til að halda aftur af fjölgun landsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér