fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Mikil fækkun barnsfæðinga í Kína

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. febrúar 2021 18:15

Frá Kína. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári fækkaði skráðum fæðingum í Kína um tæplega 15%. 10,03 milljónir nýbura voru skráðir 2020 en voru 11,79 milljónir 2019. Þetta er 14,9% fækkun og er fæðingartíðnin sú lægsta síðan Kínverska alþýðulýðveldið var stofnað 1949.

CNN skýrir frá þessu. Kínverjar glíma við ákveðin lýðfræðileg vandamál vegna fjölgunar eldra fólks. Sérfræðingar óttast að ef þróunin verður áfram eins og hún var á síðasta ári þá muni Kínverjar verða gamlir áður en þeir verða ríkir.

Samkvæmt nýjustu tölum frá kínversku hagstofunni þá voru 250 milljónir landsmanna 60 ára eða eldri á síðasta ári en það svarar til 18% af íbúum landsins.

Þrátt fyrir að þróunin í Kína sé enn ekki nærri því sem hún er í Suður-Kóreu og Japan, þar sem fólki fækkar, þá leynast ákveðin vandamál í framtíðinni, sérstaklega þegar „eins barns kynslóðin“ eldist. Frá 1979 til 2015 máttu flest pör aðeins eignast eitt barn en þetta var liður í aðgerðum stjórnvalda til að halda aftur af fjölgun landsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós