fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Kínverjum tókst ætlunarverk sitt í gær – Geimfarið Tianwen-1 komst á braut um Mars

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 07:00

Mynd af Mars sem Tianwen-1 tók úr 2,2 milljón kílómetra fjarlægð. Mynd: EPA-EFE/CHINA NATIONAL SPACE ADMINISTRATION

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjum tókst í gær að koma geimfarinu Tianwen-1 á braut um Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag til Rauðu plánetunnar. Reiknað er með að reynt verði að lenda geimfarinu á Mars eftir tvo til þrjá mánuði.

Kínverska ríkisfréttastofan Xinhua skýrir frá þessu. Á þriðjudaginn komst geimfarið Hope, frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, á braut um Mars. Síðar í mánuðinum kemur geimfar frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA til Mars. Geimförunum var öllum skotið á loft á síðasta ári þegar fjarlægðin á milli jarðarinnar og Mars var með minnsta móti en með því sparast mikill ferðatími.

Tianwen-1 er hluti af metnaðarfullri geimferðaáætlun Kínverja sem sendu geimfar til tunglsins á síðasta ári. Eftir tvo til þrjá mánuði stefna þeir að því að lenda á Mars en þá mun minna geimfar segja skilið við Tianwen-1 og flytja 240 kílóa bíl niður til Mars. Hann er sérhannaður til að aka á yfirborði plánetunnar. Ef þetta tekst er reiknað með að bíllinn ferðist um Mars í 90 daga en hann er sólarknúinn. Hann á meðal annars að leita að ummerkjum um líf.

Geimfarið á einnig að rannsaka gufuhvolfið og er búið fjölda mælitækja og háskerpumyndavél til þess verkefnis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað