fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Laug til um COVID-19 veikindi sín – Það varð allri fjölskyldunni að bana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 05:22

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur haft alvarlegar afleiðingar að ljúga að fjölskyldu sinni. Það á svo sannarlega við um mál 36 ára konu frá Táchira í Venesúela. Hrakfarirnar byrjuðu um miðjan desember þegar konan, Verónica García Fuentes, fékk hita.

Newsweek skýrir frá þessu. Hún fór því í sýnatöku og var niðurstaðan jákvæð. Hún einangraði sig því heima en sleppti því að segja eiginmanni sínum og þremur börnum að hún væri með COVID-19. Þess í stað sagði hún þeim að hún væri með slæma inflúensu.

Tveimur vikum síðar viðurkenndi hún loks að hún væri smituð, það gerði hún skömmu fyrir stóra fjölskylduveislu. Hún hringdi þá í eiginmanninn og játaði að hún væri með COVID-19. 

Henni gekk illa að losna við veiruna og í janúar fékk hún lungnabólgu. Fjölskylda hennar, eiginmaðurinn, 17 ára unglingur og fjögurra ára tvíburar fóru í sýnatöku en niðurstaðan var neikvæð. En tveimur vikum síðar greindust þau öll með veiruna en voru einkennalaus. Þá var ástand Verónica orðið svo slæmt að hún var lögð inn á sjúkrahús.

Nokkrum dögum síðar var eiginmaður hennar lagður inn á sjúkrahús og viku síðar létust hjónin. Í lok janúar létust öll börnin af völdum COVID-19.

Þetta sorglega mál varð til þess að heilbrigðisyfirvöld í Táchira hafa hert áróður sinn um notkun andlitsgríma og að fólk virði tveggja metra regluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir